fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús

Eyjan
Laugardaginn 27. apríl 2024 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnheiður Brynjólfsdóttir biskupsdóttir lést árið 1663 liðlega tvítug að aldri. Banamein hennar voru berklar og sorg. Öll þjóðin þekkti sögu þessarar óhamingjusömu stúlku sem eignaðist barn í lausaleik með ungum presti sem átti að kenna henni latínu. Skömmu áður en hún andaðist sendi Hallgrímur Pétursson sálmaskáld henni nýorta passíusálma sína og sálminn um Dauðans óvissan tíma (Allt eins og blómstrið eina). Sálmurinn var fyrst sunginn yfir Ragnheiði og hefur síðan verið ómissandi í íslenskum jarðarförum. Textinn fjallar um varnarleysi mannsins gagnvart Dauðanum og forlögum sínum og hjálpræði trúarinnar.

Á síðustu árum hafa vinsældir þessa fræga sálms og annarra sálma farið hratt minnkandi í jarðarförum. Tilgangur útfara virðist vera að skemmta líkinu í kistunni með uppáhaldslögunum sínum. Liverpool lagið er sungið yfir ákveðnum hópi fótboltaunnenda og önnur dægurlög hljóma yfir öðrum. Á dögunum var ég í jarðarför gamallar kirkjurækinnar konu. Enginn sálmur var sunginn heldur einungis gamlir slagarar. Jarðarförin minnti á skemmtidagskrá á fundi í ætthagafélagi eða áttræðisafmæli. Eftir moldun tóku nokkrir ungir afkomendur sér stöðu undir kistunni og báru hana út undir dillandi gospel-músík. Ekki vissi ég hvort var ætlast til að líkmenn valhoppuðu eða dönsuðu út með blessaða kistuna svo taktföst og hávær var músíkin.

Mér finnst þetta stórlega miður. Saga og hefðir skipta miklu máli í lífinu og kannski sérstaklega á stundum sem þessum. Sr. Hallgrímur hefur verið óaðskiljanlegur hluti af íslenskum jarðarförum í 350 ár. Hann vildi fá fólk til velta fyrir sér eilífðarmálunum á þessari kveðjustund en ekki einhverri lágkúru. Það eru mikil helgispjöll að kasta honum fyrir róða. Þjóð sem umgengst sögu sína og hefðir af slíkri léttúð á skilið að týnast í þjóðahafinu og sitja smám saman uppi með staðlaða jarðarför í amerískum stíl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: „Krísa íslenskrar pólitíkur leikur íhaldið jafn grátt og ysta vinstrið“

Sigmundur Ernir skrifar: „Krísa íslenskrar pólitíkur leikur íhaldið jafn grátt og ysta vinstrið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Frelsi listamanna

Óttar Guðmundsson skrifar: Frelsi listamanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Það sem helst hann varast vann …

Sigmundur Ernir skrifar: Það sem helst hann varast vann …
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Körfuboltabullið

Óttar Guðmundsson skrifar: Körfuboltabullið
EyjanFastir pennar
15.06.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Hvalamálið

Óttar Guðmundsson skrifar: Hvalamálið
EyjanFastir pennar
14.06.2024

Svarthöfði skrifar: Þess vegna er Viðreisn í bjórfylgi

Svarthöfði skrifar: Þess vegna er Viðreisn í bjórfylgi
EyjanFastir pennar
08.06.2024

Sigmundur Ernir skrifar: Drög að ferðamannamengun

Sigmundur Ernir skrifar: Drög að ferðamannamengun
EyjanFastir pennar
08.06.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Eftir kosningar

Óttar Guðmundsson skrifar: Eftir kosningar