fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 26. apríl 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Galið er að hafa ákveðinn eignaflokk inni í vísitölu neysluverðs og að vaxtahækkanir Seðlabankans hafi bein áhrif til hækkunar á verðbólgunni eins og hún er reiknuð. Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital, telur Seðlabankann hafa farið allt of hægt af stað með vaxtahækkanir árið 2021 og að sama skapi hafi hann hækkað vexti of mikið á síðasta ári. Snorri er gestur Ólafs Arnarsonar í Markaðnum á Eyjunni.

Markadurinn - Snorri Jakobsson - 1.mp4
play-sharp-fill

Markadurinn - Snorri Jakobsson - 1.mp4

„Ég geri ráð fyrir því að virðisrýrnun eða vanskil muni aukast mikið í mínum verðmötum, sérstaklega í ár og aðallega á næsta ári,“ segir Snorri.

Hann segist vera nokkuð á sömu línu og Gunnar Jakobsson, fráfarandi varaseðlabankastjóri, varðandi vaxtahækkanir Seðlabankans. „Seðlabankanum hættir svolítið til að horfa of mikið á þjóðhagfræðina en ekki rekstrarhagfræðina. Þetta voru svona hálfgerðar puntvaxtahækkanir til að byrja með, árið 2021. Það var bara eitthvað sem skipti ekki máli. Hann átti að vera miklu aggressífari og ákveðnari í byrjun en hefði mátt vera heldur rólegri síðustu mánuði.“

Snorri segist telja áhrif vaxtahækkana Seðlabankans eiga að ákveðnu marki eftir að koma fram. „Og, eins og Stiglitz benti á, misvægi framboðs og eftirspurnar. Það sem gerðist í Covid var að það lokuðust allar hafnir í heiminum. Það þurfti að vinda ofan af því. Eftirspurnin óx mjög mikið á sumum mörkuðum þegar fólk var hætt að ferðast, fólk var heima hjá sér. Olíuverð lækkaði mög mikið. Svo kom allt í einu gríðarleg eftirspurn inn á markaðina og þá fóru að myndast svona stíflur á mjög mörgum stöðum. Þá keyrðist verðið upp alveg þangað til markaðurinn var búinn að aðlaga sig breyttum forsendum og á sumum stöðum hefur jafnvel verið offjárfesting.

Í þættinum fer Snorri m.a. yfir það að nú þegar fólk flytur sig í stórum stíl úr óverðtryggðum lánum yfir í verðtryggð leiði það til þess að stýritæki Seðlabankans hafi minni áhrif en áður. Hann segir helsta vandann hér vera fasteignamarkaðinn. Hærri vextir Seðlabankans séu ekki að hjálpa til á þeim markaði og bendir á að galið sé að vaxtaákvarðanir bankans hafi bein áhrif á vísitölu neysluverðs þannig að vaxtahækkanir beinlínis hækki verðbólguna eins og Hagstofan reiknar hana. Einnig sé undarlegt að vera með eignaflokk inni í vísitölu neysluverðs.

Snorri segir litla þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði vera vandamál. Hlutabréfamarkaðurinn hér á landi hafi gefið af sér mjög lélega ávöxtun á undanförnum árum og merki séu um að fjárfestar hafi fært fé sitt af hlutabréfamarkaði og inn á lóða- og fasteignamarkaðinn eftir því sem vextir hafi hækkað og ávöxtun hlutafjár skroppið saman.

Hann segir bréf fasteignafélaga með verðtryggðu tekjustreymi frá leigutekjum minna um margt á jöklabréfin sem erlendir fjárfestar sóttu í fyrir hrun. Hann telur gengi fasteignafélaganna of lágt þar sem undirliggjandi virði eigna þeirra sé miklu meira en gengi hlutabréfa þeirra á markaði.

Snorri telur að aðhaldsáhrif frá vaxtahækkunum Seðlabankans muni enn koma fram um ókomna mánuði og misseri og telur líklegt að fjárhagsvandi fyrirtækja og vanskil muni aukast næsta vetur og leiða til aukins atvinnuleysis.

Þátturinn í heild verður aðgengilegur í fyrramálið, laugardaginn 27. apríl, kl. 8.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi
Hide picture