fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 23. apríl 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enginn ágreiningur virðist vera milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórninni um stóru málin, sem fram til þessa hafa skilið á milli vinstri og hægri flokka; félagshyggju og markaðshyggju. Ágreiningurinn kemur fram um m.a. orkumál en ekki skatta og opinbera þjónustu. Leikjafræðin segir okkur að freisting kunni vera fyrir Vinstri græn að hafa frumkvæði að því að sprengja ríkisstjórnina nú þegar Katrín er horfin af sviðinu og Bjarni tekinn við sem forsætisráðherra. Ólafur Þ. Harðarson, fyrrverandi prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Eyjan - Olafur Hardarson 20 april - 5.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Olafur Hardarson 20 april - 5.mp4

„Hins vegar er komin upp ný staða fyrir Vinstri græna og ég og fleiri höfum bent á það. Það er náttúrlega bara leikjafræði og heilaleikfimi, en gaman að velta því fyrir sér samt sem áður. Það sem ég held að sé alveg ljóst, ef við veltum fyrir okkur hvort þessi ríkisstjórn geti sprungið, þá held ég að það sé alveg ljóst að á meðan Katrín var forsætisráðherra þá hefðu Vinstri græn aldrei haft frumkvæði að því að sprengja stjórnina,“ segir Ólafur.

„Þegar hins vegar Bjarni er orðinn forsætisráðherra og það er kominn nýr formaður, sem hefur ekki endilega sama samband við Bjarna og Katrín hafði þá getur það verið freisting fyrir Vinstri græn, sem eru að skrapa botninn í í skoðanakönnunum og hafa jafnvel verið í útrýmingarhættu í einhverjum könnunum þó að ég telji nú ekki líklegt að það gangi eftir, en það gæti gerst. Í þeirri stöðu gæti það verið ráð fyrir Vinstri græn að reyna að fara svolítið aftur í rætur sínar, reyna aftur að fá þá ásýnd að þeir séu svona róttækur vinstrisósíalistaflokkur. Það er að vísu ekkert ofboðslega stór kjósendahópur sem þetta höfðar til en hann gæti verið nógu stór til að koma flokknum úr því að vera með 5-5 prósent í skoðanakönnunum í að fara upp um nokkur prósent og eiga þar með meiri möguleika á því að verða meðlimur í ríkisstjórn eftir kosningar sem gæti þess vegna orðið einhvers konar mið-vinstristjórn.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Ólafur segir leikjafræðina geta bent til þess að þarna gæti verið freisting fyrir Vinstri græn. „Reyndar gerist það náttúrlega með alla flokkana  á síðasta ári kjörtímabilsins að þeir fara að hvessa sína eigin ímynd og halda sinni eigin sérstöðu meira á lofti heldur en á fyrri hluta kjörtímabilsins. Það á greinilega við núna um alla þrjá stjórnarflokkana að þeir hamra töluvert á sínum eigin málum.“

Maður tekur eftir því að ríkisstjórn Bjarna er tveggja vikna en formaður Vinstri grænna er þegar búinn að gefa út yfirlýsingar um að hann sé ósammála áherslum Bjarna t.d. í orkumálum.

„Já, ég á dálítið erfitt með að átta mig á þessum ágreiningsmálum milli stjórnarflokkanna, sérstaklega einmitt Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins, vegna þess að ef við skoðum svona hefðbundna hægri-vinstri skiptingu þá er ginnungagapið milli þessara flokka svona um félagshyggju og markaðshyggju. Það er að segja að það sem maður myndi búast við að Vinstri græn vilji tiltölulega hærri skatta og góða, eða aukna, opinbera þjónustu meðan Sjálfstæðisflokkurinn, sem hugmyndafræðilega hefur viljað lækka skatta og minnsta kosti ekki eyða of miklu í opinbera þjónustu, hvort sem þeir vilja nú minnka hana eða ekki. En um þetta, þetta stóra ágreiningsmál, sem maður hefði haldið að yrði aðal ágreiningsmálið milli vinstriflokks og hægriflokks í ríkisstjórn. Um þetta virðist bara ekki vera neinn ágreiningur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á
Hide picture