fbpx
Föstudagur 03.janúar 2025
Eyjan

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 20. apríl 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafi Ragnari Grímssyni, sem þá hafði setið í 16 ár á forsetastóli, tókst að stilla sér upp sem fulltrúa stjórnarandstöðunnar gegn óvinsælli ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur í forsetakosningunum 2012. Ólafur Þ. Harðarson, fyrrverandi prófessor í stjórnmálafærði við Háskóla Íslands, segir að finna megi tilhneigingu hjá Íslendingum til að kjósa gegn valdinu, eða gegn kerfinu, í forsetakosningum. Ólafur er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Eyjan - Olafur Hardarson 20 april - 2.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Olafur Hardarson 20 april - 2.mp4

„Íslendingar hafa haft tilhneigingu til að kjósa einhvern sem hefur ekki verið fulltrúi valdsins, eða kerfisins, eftir því hvernig það nákvæmlega er skilgreint, og partur af þeirri mynd er líka sá að langstærsti og öflugasti stjórnmálaflokkur landsins á þessum tíma, hann hefur aldrei fengið forsetaembættið. Og í rauninni hefur það alltaf verið þannig að sá frambjóðandi sem hans kjósendur kusu í ríkustum mæli náði aldrei kosningu, þegar kosið var í fyrsta skipti,“ segir Ólafur.

Hann segir það hafa gerst einu sinni að meirihluti sjálfstæðismanna fékk nú samt þann forseta sem þeir kusu. „Það er kannski dálítið skondið og það var 2012 þegar ég held að um 70 prósent af kjósendum Sjálfstæðisflokksins í alþingiskosningum kusu Ólaf Ragnar í forsetaembættið. 1996 hafði það verið u.þ.b. fimmtungur sjálfstæðismanna sem kaus Ólaf, sem mér fannst raunar ótrúlega mikið, þá var hann nýhættur sem formaður Alþýðubandalagsins. 2012 höfðum við náttúrlega farið í gegnum Icesave og Ólafur skipti raunar verulega um fylgisgrundvöll milli kosninganna 1996 og 2012 því að 1996 hafði hann yfirgnæfandi meirihluta kjósenda vinstri flokkanna á bak við sig. Það hvarf allt saman 2012 vegna Icesave en í staðinn fékk hann mjög öflugan stuðning bæði frá Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Ólafur segist telja að almennt sé það rétt að tilhneiging hafi verið til þess að kjósa gegn kerfinu. Hann segir að með hæfilegri einföldun megi segja að Ólafur Ragnar hafi árið 2012 sem sitjandi forseti náð að koma fram sem maður fólksins gegn valdinu. „Hann gagnrýndi Þóru Arnórsdóttur, sem hafði gengið vel í fyrstu könnunum og var í einhverjum könnunum hærri en Ólafur, En hann var nú ekki síður í andstöðu við sitjandi ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur þannig að hann var að því leytinu kannski, ef maður leyfir sér að vera hæfilega ábyrgðarlaus, hann var eins og frambjóðandi stjórnarandstöðunnar gegn ákaflega óvinsælli ríkisstjórn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Góðavondafólkið

Steinunn Ólína skrifar: Góðavondafólkið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Ekki sama hver flytur inn vöruna

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Ekki sama hver flytur inn vöruna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 1 viku

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Hide picture