fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
Eyjan

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 20. apríl 2024 16:09

Mynd/Samfylkingin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á vettvangi stjórnmálanna hefur nokkuð verið um að vera í dag. Á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu í Reykjavík hefur farið fram flokksþing Framsóknarflokksins en á Hótel Laugarbakka í Húnaþingi Vestra stóð flokkstjórnarfundur Samfylkingarinnar yfir. Auk þess að fara yfir stefnu og störf flokksins í ríkisstjórn gerðu formaður og varaformaður Framsóknarflokksins sér far um að gagnrýna Samfylkinguna í ræðum sínum en formaður síðarnefnda flokksins beindi í sinni ræðu einkum sjónum að undirbúningi flokksins fyrir að taka sæti í næstu ríkisstjórn en gagnrýndi einnig stefnu ríkisstjórnarinnar í ýmsum málum.

Samfylkingin hefur leitt skoðanakannanir undanfarin misseri og að óbreyttu verður flokkurinn stærstur á þingi eftir næstu kosningar. Því er kannski ekki að undra að forystufólk Framsóknarflokksins skjóti pólitískum skotum á Samfylkinguna.

Í ræðu sinni á flokksþinginu í dag sagði Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins að Samfylkingin hefði tekið stefnumál Framsóknar upp á sína arma og meðal annars sett fram stefnu í heilbrigðismálum sem Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hafi þegar hrundið í framkvæmd.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins tók undir með Sigurði Inga að Samfylkingin hefði tekið upp stefnu Framsóknar. Samfylkingin hefði tekið upp stefnu Framsóknarmanna í virkjanamálum, útlendingamálum og Evrópumálum, með raunsæi að leiðarljósi. Sagði hún varla hægt að taka Samfylkinguna alvarlega þótt þessi nýja stefna flokksins væri góð. Sakaði hún Samfylkinguna um hringlandahátt og varaði við því að yrði flokkurinn leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum væri aðild að Evrópusambandinu aftur komin á dagskrá, þótt flokkurinn hefði tekið það út af dagskrá eftir að núverandi forysta hans tók við.

Undirbúa framtíðina

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar gerði í sinni ræðu á flokkstjórnarfundinum í Húnaþingi Vestra ítarlega grein fyrir málefnavinnu flokksins og lagði mikla áherslu á að flokksfólk sýndi aga og yrði ekki værukært þótt vel gengi í skoðanakönnunum. Segja má að kjarninn í ræðu Kristrúnar hafi verið sá að halda yrði áfram markvissum undirbúningi að því að flokkurinn taki sæti í næstu ríkisstjórn sem hann stefni á að leiða og að stilla upp agaðri Samfylkingu gegn óreiðu stjórnarflokkanna.

Vitnaði Kristrún í síðasta flokkstjórnarfund og sagði að þegar væri óreiða hjá ríkisstjórninni ætti þjóðin að upplifa festu í Samfylkingunni.

Kristrún kynnti einnig niðurstöðu málefnastarfs flokksins í atvinnu- og samgöngumálum sem mótað var á fundum flokksins um allt land. Um væri að ræða þrjár grundvallarkröfur í þessu málaflokkum sem yrði eins konar verklýsing fyrir næstu ríkisstjórn sem flokkurinn byði sig fram til að leiða.

Þetta væru krafa um töluleg markmið um orkuöflun til ársins 2035 og fjárfestingar í samgönguinnviðum. Krafa um almenn auðlindagjöld sem renni til nærsamfélags og þjóðar og loks krafa um íslensk kjör og atvinnustefnu fyrir Ísland með áherslu á að auka framleiðni í hagkerfinu og að taka fast á félagslegum undirboðum á vinnumarkaði.

Kristrún gagnrýndi því næst stefnu ríkisstjórnararinnar með ítarlegum hætti en sagði meðal annars að lokum að Samfylkingin yrði ekki ein í ríkisstjórn fengi hún umboð til að setjast við ríkisstjórnarborðið. Flokkurinn yrði að koma því skýrt á framfæri hvar hann myndi draga línu í sandinn og hvar hægt sé að gefa eftir.

„Við þurfum að vinna saman og vinna með öðrum flokkum – vera öguð og kunna að ganga í takt“, sagði Kristrún og stillti þannig upp agaðri Samfylkingu á móti ríkisstjórnin sem hún sagði halda uppi stefnu sem einkenndist af óreiðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Á hvaða plani er PLAN Samfylkingarinnar? Er ætlunin að leysa Vinstri græna af hólmi?

Orðið á götunni: Á hvaða plani er PLAN Samfylkingarinnar? Er ætlunin að leysa Vinstri græna af hólmi?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lenya Rún snýr vörn í sókn eftir viðtalið við Stefán Einar – „Já ég skeit upp á fokking bak en ég er ógeðslega góð í að læra“

Lenya Rún snýr vörn í sókn eftir viðtalið við Stefán Einar – „Já ég skeit upp á fokking bak en ég er ógeðslega góð í að læra“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Forseti Úkraínu bregst við sigri Trump

Forseti Úkraínu bregst við sigri Trump
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Donald Trump lýsir yfir sigri og hrósar Elon Musk sérstaklega – „Hann er frábær náungi“

Donald Trump lýsir yfir sigri og hrósar Elon Musk sérstaklega – „Hann er frábær náungi“