fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Eyjan

Finnbjörn Hermannsson: Alþingiskosningar eru vettvangurinn til að til að láta stjórnmálaflokkana sæta ábyrgð á sínum kosningaloforðum

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 2. apríl 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það á ekki að þurfa að berjast fyrir jöfnunarkerfunum hér á landi í kjarasamningum. Um þau er kosið í alþingiskosningum og gera verður stjórnmálaflokkana ábyrga fyrir þeim loforðum sem þeir gefa fyrir kosningar. Árlegar kannanir Vörðu, sem er á vegum ASÍ og BSRB, sýna að hér á landi er stöðugt hópur sem hefur það mun verr en aðrir. Tvær leiðir eru til úrbóta. Keyra á hærri laun frá fyrirtækjunum til þessa hóps eða fá ríkið til að standa við jöfnunarkerfin, sem sjaldnast halda óskert frá einni ríkisstjórn til annarrar. Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, er gestur Ólafs Arnarsonar í Markaðnum á Eyjunni.

Markadurinn - Finnbjorn Hermannsson - 2.mp4
play-sharp-fill

Markadurinn - Finnbjorn Hermannsson - 2.mp4

„Við erum með stofnun sem heitir Varða, sem Alþýðusambandið og BSRB eiga. Við gerum stóra rannsókn einu sinni á ári þar sem við tökum fyrir hvernig lífsgæði fólks eru. Það hefur komið út í þessum könnunum að það er alltaf til hópur sem hefur það mun verr en aðrir og við erum að reyna að stoppa upp í það gat. Við höfum tvennt til þess. Annars vegar að að reyna að keyra þá á fyrirtækin, að þau borgi betur til þessa hóps, eða þá að við verðum með millifærslukerfi sem stjórnvöld sjá um, jöfnunarkerfi sem er náttúrlega mun skynsamara að gera,“ segir Finnbjörn.

Hann segir vandamálið við jöfnunarkerfin hér á landi vera það að þau drabbist alltaf niður. „Við þurfum með einhverjum hætti að ná þjóðarsátt um það að þessi kerfi lifi af ríkisstjórnir þannig að það sé sambærilegt frá einni ríkisstjórn til annarrar svo við þurfum ekki sýknt og heilagt að vera að semja við ríkið jafnframt um það að endurreisa barnabótakerfið, vaxtabótakerfið eða húsnæðisbótakerfið og annað þess háttar.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Hann segir að þetta hafi tekist varðandi persónuafsláttinn. „Hann var bara tengdur við ákveðna vísitölu og við höfum ekkert þurft að vera að rífast í honum síðan. Þannig að þetta verður svona verkefnið hjá okkur og það þarf ekkert endilega kjarasamninga til. Það er hægt að laga þetta líka í alþingiskosningum. Við þurfum bara að setja niður fyrir okkur hvað við ætlum að fá út úr þeim flokkum sem bjóða fram hverju sinni – við þurfum svolítið að ganga eftir því að þeir standi við það sem þeir eru að lofa,“ segir Finnbjörn.

„Við eigum að láta Alþingi líka bera ábyrgð á því sem þau eru að lofa fyrir kosningar þannig að það þurfi ekki að vera sýknt og heilagt að keyra þetta með kjarasamningum. Þetta eru öðruvísi loforð og þau eiga að gerast upp í alþingiskosningum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”
Hide picture