fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 19. apríl 2024 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Komandi forsetakosningar minna um margt á kosningarnar 1980, hvað varðar fylgi frambjóðenda á fyrstu stigum kosningabaráttunnar. Ómögulegt er hins vegar að segja til um það hvort kosningabaráttan þróist með svipuðum hætti og þá og hvert kjósendur muni vera taktískir í afstöðu sinni á kjördag. Það er alveg hugsanlegt þótt það hafi ekki gerst 1980, þegar úrslit kosninganna voru í samræmi við niðurstöður úr skoðanakönnunum. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hins vegar alveg rökrétt að stuðningsmenn frambjóðenda sem ekki eiga möguleika á að ná kjöri velji að nota atkvæði sitt á annan þeirra sem eigi möguleika á að ná sigri. Ólafur er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Eyjan - Olafur Hardarson 20 april - 1.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Olafur Hardarson 20 april - 1.mp4

Ólafur segir hægt að skoða fyrri forsetakosningar og nota sem vísbendingu um það hvernig kosningabaráttan nú muni þróast. Skoðanakannanir hafa verið gerðar í forsetakosningum allar götur frá 1980 en árið 1968 voru gerðar hvers kyns vinnustaðakannanir, sem síðan var lekið í blöðin, og reyndust þær gefa nokkuð rétta mynd af fylgi frambjóðendanna þó að þær væru ekki gerðar alveg eftir bókinni.

„Það var kannski vegna þess að í þeim flestum hafði Kristján Eldjárn mjög gott forskot og hann vann síðan í kosningunum með 2/3 hluta atkvæða á móti 1/3 Gunnars Thoroddsens.“

Ólafur segir að þegar kosningarnar 1980,1996 og 2016 séu bornar saman við þær sem nú eru fram undan komi í ljós tvö mynstur. 1996 hafi Ólafur Ragnar Grímsson komið inn í baráttuna af miklum krafti og mælst með meira en yfirgnæfandi fylgi í byrjun en síðan hafi smám saman dregið úr fylginu og hann hafi fengið um 40 prósent þegar upp var staðið. Svipað hafi verið með Guðna Th. Jóhannesson 2016. Forysta þeirra beggja hafi þó allan tímann allt fram til kosninga verið mjög örugg og sigur þeirra aldrei í hættu.

„1980 var þetta allt öðru vísi. Kannanirnar þá voru náttúrlega miklu færri en núna en þær voru þó nokkrar og þær, fyrir kosningar, gáfu mjög líklega mynd af kosningaúrslitunum. Þessar kannanir gáfu Vigdísi Finnbogadóttur u.þ.b. þriðjung atkvæða og Guðlaugi Þorvaldssyni mjög svipaða tölu. Þau voru eiginlega alveg hlið við hlið í könnununum en Albert Guðmundsson og Pétur Thorsteinsson voru talsvert neðar, eða milli 10 og 20 prósent, held ég, í flestum könnunum. Það sem var svo merkilegt var það að niðurstöður kosninganna urðu nánast alveg eins og kannanirnar höfðu verið, Vigdís fékk rétt um þriðjung og Guðlaugur örfáum atkvæðum færra og Pétur og Albert voru miklu neðar þannig að kannanirnar reyndust alveg réttar í kosningunum 1980.

Það sem er hins vegar áhugavert við kosningarnar 1980 er einmitt þetta, að kannanirnar voru eins og úrslitin, vegna þess að margir hefðu kannski haldið þegar kannanirnar sýna að það eru bara tveir frambjóðendur sem hafa raunhæfa möguleika á að vinna þá myndu margir stuðningsmenn hinna frambjóðendanna, í þessu tilfelli stuðningsmenn Alberts og stuðningsmenn Péturs, segja við sjálfa sig, heyrðu, ég ætla ekki að eyða atkvæði mínu á mann sem er vonlaus, þó að mér þyki hann bestur, ég ætla frekar að nota atkvæðið til þess að greiða atkvæði milli þeirra tveggja sem eiga einhverja möguleika.“

Ólafur segir menn hafa talið, á þessum tíma, og það réttilega að hans mati,  að yfirgnæfandi líkur væru á því að mikill meirihluti stuðningsmanna Alberts og Péturs hefði frekar viljað Guðlaug en Vigdísi. „Stuðningsmenn Guðlaugs voru að vekja athygli á því að kapphlaupið stæði bara á milli Guðlaugs og Vigdísar en reyndu nú að vera frekar kurteislegir í þessum ábendingum því að það var kannski svolítið viðkvæmt. En það sem er þarna athyglisvert er að í þessum kosningum kusu kjósendur ekki taktískt, þ.e.a.s. þeir breyttu ekki afstöðu sinni til að gera upp á milli þeirra tveggja sem áttu mestan séns. Þeir kusu bara sinn mann jafnvel þótt kannanirnar hefðu sýnt að þeirra maður myndi nokkuð örugglega tapa.“

Hann segir það virka rökrétt ef staðan sé þessi, tveir séu efstir, að margir myndu kannski vilja kjósa taktískt, ekki kjósa endilega þann sem þeir vilji helst heldur velja milli þeirra sem helst eiga séns. „Við vitum reyndar aldrei fyrir fram hvort það gerist eða ekki. Þetta er breytilegt eftir kosningakerfum og ýmsum þáttum, en þetta gerðist sem sagt ekki 1980. Það gæti auðvitað gerst núna en við vitum það ekki. Dæmið frá 1980 segir okkur að við getum ekki dregið neinar einfaldar ályktanir um það hvort kjósendur muni verða taktískir þegar kemur að kjörborðinu eða ekki.“

Þeir nafnar ræddu um forsetakosningar í nútíð og fortíð og þá breyttu mynd sem blasir við í stjórnmálunum nú þegar Katrín Jakobsdóttir er hætt í ríkisstjórn og sem formaður VG til að bjóða sig fram til forseta. eir velta m.a. fyrir sér heilsu og lífslíkum ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar.

Hlaðvarpið í heild má nálgast hér á Eyjunni í fyrramálið, laugardaginn 20. apríl, kl. 8.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skólamál: Afglöp hjá ráðherra – nokkur ár er langur tími í æsku eins barns

Skólamál: Afglöp hjá ráðherra – nokkur ár er langur tími í æsku eins barns
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sakar dómsmálaráðherra um spillingu – „Hérna, en síðan hvenær var ríkislögreglustjóri í framboði hjá Sjálfstæðisflokknum? “

Sakar dómsmálaráðherra um spillingu – „Hérna, en síðan hvenær var ríkislögreglustjóri í framboði hjá Sjálfstæðisflokknum? “
Hide picture