fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Eyjan
Fimmtudaginn 18. apríl 2024 14:30

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 70 prósent heimila landsins hefur orðið fyrir miklum fjárhagslegum áhrifum vegna verðbólgu og vaxtahækkana. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu, sem gerð var fyrir Viðreisn, og sýnir slæma stöðu heimilanna.

Verðbólga og háir vextir hafa mikil eða mjög mikil áhrif á heimilisbókhaldið hjá 70 prósent þjóðarinnar. Aðeins 15 prósent segja að vextir og verðbólga hafi lítil áhrif. Í tilkynningu frá Viðreisn segir að könnunin staðfesti tilfinningu fjölda fólks og fullyrðingar Viðreisnar um að staða heimilanna hafi versnað undir stjórn þessarar ríkisstjórnar. „Það er forgangsmál Viðreisnar að skapa svigrúm fyrir vaxtalækkanir. Strax. Það er stærsta hagsmunamál þjóðarinnar, svo að hægt sé að lækka vexti og heimilin í landinu geti notið hagvaxtar og stöðugleika.“

„Við höfum fundið mjög sterkt fyrir því að heimilin og fyrirtækin eru að róa mjög þungan róður þessa dagana. Viðreisn skynjar það ákall sem er til okkar stjórnmálamanna, að standa undir þeirri ábyrgð að koma böndum á verðbólguna, svo að hægt sé að lækka hér vexti. Það er mesta kjarabót heimilanna. Nýjustu spár benda til að það við náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en árið 2026. Það er óásættanleg staða,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.

Viðreisn segir ríkisstjórnina ekki vera í nokkrum tengslum við almenning í þessu máli. Fyrir vikið séu engin merki þess í nýrri fjármálaáætlun að ríkisstjórnin muni taka á verðbólgunni svo vextir geti lækkað.

„Í umræðu á þingi um vantraust í gær hélt forsætisráðherra því fram að lífskjör Íslendinga væru betri en það sem við sjáum á Norðurlöndunum. Það sama kynnti fjármálaráðherra við kynningu á fjármálaáætlun sl. þriðjudag, þar sem hann hélt því fram að kaupmáttur launa hafi aukist hér mun meira en í nágrannalöndunum. Þetta er leikur ríkisstjórnarinnar að tölum, með því að miða við ástandið sem hér var í kjölfar djúprar dýfu bankahrunsins og með því að taka m.a. út húsnæðiskostnað. Viðreisn veit að veruleikinn sem íslenskar fjölskyldur finna á eigin skinni er allt annar. Þær eru ekki að finna þetta mikla góðæri í heimilisbókhaldinu. Það kemur vel fram í þessari könnun.“

Fram kemur að útlán heimilanna hafa aldrei verið hærri, samkvæmt tölum Seðlabankans og vaxtagjöld heimila vegna yfirdráttar ekki verið meiri síðan í hruni. En yfirdráttur er ekkert annað en dulin vanskil samkvæmt umboðsmanni skuldara.

Samkvæmt niðurstöðum Maskínu er það unga fólkið og millitekjuhópurinn sem taka á sig mesta höggið vegna hækkandi vaxta og aukinnar verðbólgu. Viðreisn spyr, hvaða varanlegu aðgerðir ætlar þessi ríkisstjórn að fara í strax, til þess að taka á verðbólgu, sem er hér meiri og hefur verið lengur en í nágrannaríkjum okkar? Hvenær ætlar þessi ríkisstjórn að taka einhver skref til að koma hér á þeim stöðugleika sem þjóðin á rétt á?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum