fbpx
Föstudagur 03.janúar 2025
Eyjan

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 17. apríl 2024 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gnarr segist hafa mestan áhuga á því að tala íslensku, en ekki erlent tungumál, sem forseti á erlendri grundu. Hann segir móðurmálið vera stórkostlegt tungumál sem verði að fá að hljóma og segir reynslu sína af kynningum á íslenskum bókmenntum í þýskumælandi löndum vera þá að áhorfendur vilji frekar heyra lesið á íslensku, sem þeir ekki skilji, úr íslenskri bóg en að heyra upplestur á þýðingu sem þeir skilji.

Þetta kemur fram í viðtali við Jón sem sýnt verður á Eyjunni og hringbraut.is, auk þess sem hann verður sýndur á Hringbrautarrás Sjónvarps Símans. Eyjan mun sýna þáttaröð með viðtölum við helstu forsetaframbjóðendur í aðdraganda komandi forsetakosninga og hefjast sýningar þegar framboðsfrestur er liðinn. Birtingartímar verða kynntir nánar hér á Eyjunni þegar nær dregur.

„Ég tala fína íslensku, ágæta íslensku,“ segir Jón Gnarr. „Ég tala slarkfæra sænsku, ég get bjargað mér í svona léttu spjalli en er ekki kannski mikið í umræðu um flókin mál. Ég gæti haldið ræðu á sænsku ef ég væri með hana á blaði, ég myndi alveg treysta mér í það. Svo get ég alveg í góðra vina hópi hent í svona blandinavísku, sem sagt: „Nu er vi alle her tilsammens og skal spise mat og svo senare skal vi og ut og se paa the Northern Lights,“ eitthvað svona, ég get alveg gert þetta, skilurðu. Þýsku skil ég takmarkað og spænsku skil ég ekkert og frönsku þar af síður.“

Hann segist oft vera spurður hvaða tungumál hann myndi tala á alþjóðlegum vettvangi hann langi til að skoða eitt. „Mig langar dálítið mikið til að tala íslensku. Ég hef séð marga þjóðarleiðtoga, eins og t.d. Pútín – þegar hann er í Bandaríkjunum eða einhvers staðar þá talar hann rússnesku. Mér finnst alveg spurning hvort það er ekki tímabært, bara fyrir þetta dásamlega tungumál okkar, að það sé bara látið heyrast í stærra samhengi og ég tali bara íslensku. Það krefst smá sjálfstrausts, en reynsla mín t.d. af því að ferðast í þýskumælandi löndum, Þýskalandi og Austurríki, og kynna íslenskar bókmenntir, hefur verið sú að fólk, áhorfendur, vilja frekar heyra lesið á íslensku, sem þau skilja ekki, heldur en íslenska bók lesna á ensku, sem þau skilja kannski, vegna þess að íslenska hljómar svo vel,“ segir Jón.

„Ég held líka að flestir franskir pólitíkusar tali frönsku. Ég held að þeir séu ekki að reyna að spreyta sig á einhverju öðru tungumáli en sínu eigin móðurmáli. Og er það ekki bara eðlilegt? Mér finnst líka bara í umræðunni um íslenska tungu, tungumálið okkar, og þá erfiðleika sem hún er að ganga í gegnum, blessunin, að þá væri þetta dálítið stór upphefð fyrir hana að fá að hljóma og fólk bara heyri þetta stórkostlega tungumál sem við tölum og blæbrigði þess.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Góðavondafólkið

Steinunn Ólína skrifar: Góðavondafólkið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Ekki sama hver flytur inn vöruna

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Ekki sama hver flytur inn vöruna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 1 viku

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina