fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Eyjan

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 17. apríl 2024 15:30

Guðjón Auðunsson, fyrrverandi forstjóri Reita fasteignafélags.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efnahagsástandið og rekstrarumhverfi fyrirtækja á íslandi er gott en áhrif vaxtahækkana Seðlabankans eru ekki komin fram af fullum þunga. Ekki eru uppi rauð flögg t.d. vegna vanskila  leigutaka en Guðjón Auðunsson, fyrrverandi forstjóri Reita, hefur áhyggjur af því að nú þegar vextir á lánum með föstum vöxtum koma til endurskoðunar geti orðið skörp breyting á og að stór hópur almennings muni finna illa fyrir vaxtahækkunum. Það komi niður á kaupgetu og komi síðan fram í vanskilum leigutaka. Guðjón er gestur Ólafs Arnarsonar í markaðnum á Eyjunni.

Markadurinn - Gudjon Audunsson - 6.mp4
play-sharp-fill

Markadurinn - Gudjon Audunsson - 6.mp4

„Almennt myndi ég segja að efnahagslífið á Íslandi og geta rekstraraðila til að stunda sín viðskipti, það umhverfi er gott. Menn hafa, svona á góðri íslensku, náð að „púlla“ þetta, en ég held núna að hátt vaxtastig, fastir vextir á lánum eru komnir til endurskoðunar, að það sé mjög stutt í það núna að þetta háa vaxtastig fari að bíta almenning alvarlega,“ segir Guðjón.

Hann segir þetta líka eiga við gagnvart atvinnulífinu en metur það samt ekki svo að upp séu komin nein rauð flögg. „Þetta er vandasamt fyrir stjórnvöld að stíga þennan dans, og svo Seðlabankann. Jú, jú, það bíða allir eftir vaxtalækkunum, en af hverju er vextir háir? Það var bara tekin meðvituð ákvörðun um að hækka vexti til að kæla hagkerfið. Þannig hlýtur það að segja sig sjálft að ef þú lækkar vexti þá ertu að hleypa súrefni aftur inn í atvinnulífið, sem ætti auðvitað að vera gott, og er gott, en ráða menn við það, er það verðbólguhvetjandi?“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Þú ert að segja að full áhrif af þessu vaxtastigi séu ekki komin fram?

„Ekki að mínu mati. Þar hef ég mestar áhyggjur af stórum hópi almennings í landinu.“ Guðjón segir þetta líka munu hafa áhrif á atvinnulífið vegna þess að t.d. verslun og þjónusta sé mjög háð kaupgetu í landinu. Þetta sé ein keðja. „Það er þannig í þessari keðju að áhrifin á atvinnuhúsnæði koma dálítið seint fram. Mín sýn þegar ég steig út úr Reitum var sú að leiga var í skilum. Vanskil ættu að vera merki um að eitthvað sé að fara að gefa eftir en hingað til hefur það ekki verið raunin. En ég hef áhyggjur af því að það gæti gerst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stjórnarsáttmáli verður kynntur um helgina

Stjórnarsáttmáli verður kynntur um helgina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Happdrættisvinningur

Óttar Guðmundsson skrifar: Happdrættisvinningur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórn rísandi sólar?

Orðið á götunni: Ríkisstjórn rísandi sólar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Bríet Ísis Elfar

Steinunn Ólína skrifar: Bríet Ísis Elfar
Hide picture