fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Eyjan

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 16. apríl 2024 16:00

Inga Sæland.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland formaður Flokks fólksins hefur lagt fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina. Í ræðu á Alþingi í dag hvatti Inga til þess að sem flest  mæti á þingpalla þegar hún mælir fyrir tillögunni.

Inga nýtti tækifærið undir dagskrárliðnum störf þingsins og ræddi um hversu lítið henni þykir til ríkisstjórnarinnar koma og hversu bágt ástand mála sé hér á landi að hennar mati:

„Hér er vaxandi fátækt og ég ætla bara að benda á það að hér finnst ekki ein einasta innviðastoð í íslensku samfélagi í dag sem stendur ekki á brauðfótum undir stjórn þessarar ríkisstjórnar nema hin styrka stoð græðgiskjafta bankanna sem nú eru að raka til sín sem aldrei fyrr peninga frá fyrirtækjum og heimilunum í landinu, og nú er einmitt snjóflóðið að falla á þá sem hafa verið með fasta og breytilega vexti. Hér hafa skuldir heimilanna vaxið um 40% á örstuttum tíma. Staðan hefur aldrei verið verri í heilbrigðismálum og fasteignamarkaðurinn er gjörsamlega í rúst.“

Drýpur smjör af hverju strái?

Inga segir ríkisstjórnina bregða upp mynd sem sé ekki í samræmi við veruleikann:

„Samt er komið hér upp ítrekað og talað um hvað hér drjúpi smjör af hverju strái og allt sé frábært. Það eru ósannindi og það veit fólkið í landinu. Það vita þeir sem eru að glíma við það dagsdaglega að eiga mat á diskinn sinn, sem eru núna í ótta um það hvort þeir halda heimili sínu. Ég ætla ekki að tala um þær afleiðingar sem hamfarirnar hafa haft á Grindvíkinga og hvernig í rauninni ríkisstjórnin hefur dregið lappirnar í því að láta hlutina ganga eðlilega fyrir sig, fyrir fólk sem er gjörsamlega í sárum.“

Inga segir það því ekki furðulegt að „við“ viljum losna við ríkisstjórnina. Hvort hún á við sjálfa sig og sinn flokk eða einhver fleiri var ekki tekið fram í ræðunni.

Að lokum skorar Inga á fólk að mæta á þingpallana þegar hún mælir fyrir vantrauststillögunni:

„Þessi ríkisstjórn er ekkert annað en skaðræði fyrir íslenskt samfélag og ég skora á alla sem vettlingi geta valdið að mæta á þingpallana á morgun þegar ég mæli fyrir þessu vantrausti gagnvart ríkisstjórn Íslands.“

Þingfundur stendur nú yfir á Alþingi en dagskrá næsta þingfundar hefur ekki verið gefin út á vef þingsins, þegar þessi orð eru rituð, og því ekki öruggt að vantraustsstillagan verði tekin fyrir á morgun en Birgir Ármannsson forseti Alþingis tjáði Mbl.is fyrr í dag að kosið yrði um tillöguna, sem útbýtt var í dag, eins fljótt og mögulegt er. Birgir sagði hefð fyrir því að kjósa um vantraustsstillögur innan við tveimur dögum eftir að þær eru lagðar fram. Verði tillaga Ingu ekki tekin fyrir á morgun ætti það því að verða í síðasta lagi á fimmtudag.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Áhugavert svar Amorim
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnarskipti á morgun – Viðreisn fær fjóra ráðherra

Orðið á götunni: Ríkisstjórnarskipti á morgun – Viðreisn fær fjóra ráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðreisn fái fjármálaráðuneytið og utanríkismálin – Inga Sæland fylgi hjartanu og taki félagsmálaráðuneytið

Viðreisn fái fjármálaráðuneytið og utanríkismálin – Inga Sæland fylgi hjartanu og taki félagsmálaráðuneytið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Litla saklausa jólabarn

Steinunn Ólína skrifar: Litla saklausa jólabarn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Íslenskt fyrirtæki gerir samkomulag í Sádí-Arabíu um þróun vottunarkerfis fyrir kolefnisbindingu

Íslenskt fyrirtæki gerir samkomulag í Sádí-Arabíu um þróun vottunarkerfis fyrir kolefnisbindingu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Tímabært að gera upp við landsdómsmálið

Björn Jón skrifar: Tímabært að gera upp við landsdómsmálið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hrun Vinstri grænna og Katrínar á sér skýringar

Orðið á götunni: Hrun Vinstri grænna og Katrínar á sér skýringar