fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 14. apríl 2024 13:30

Guðjón Auðunsson, fyrrverandi forstjóri Reita fasteignafélags.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef tilgangurinn með sameiningu Regins og Eikar er að fækka skrifstofum, endurskoðendum og kaffivélum, er lítill tilgangur með sameiningunni. Ef áherslan verður hins vegar á að nýtt og stærra félag eigi auðveldar með að laða erlenda aðila að fasteignamarkaðinum hér á landi í samkeppni um fjármögnun fasteignafélaga við lífeyrissjóðina er hins vegar verið að ryðja braut, búa til eitthvað nýtt. Guðjón Auðunsson, fyrrverandi forstjóri Reita, er gestur Ólafs Arnarsonar í Markaðnum á Eyjunni.

Markadurinn - Gudjon Audunsson - 3.mp4
play-sharp-fill

Markadurinn - Gudjon Audunsson - 3.mp4

„Það felst í raun ekkert ofboðslegur ávinningur, að mínu mati, rekstrarlega – nú get ég talað frjálslegar um þetta heldur en áður, vegna þess að ég er hættur sem forstjóri Reita – en ég held að það felist ekkert ofboðslegur peningalegur ávinningur í sjálfu sér í sameiningu t.d. Regins og Eikarinnar,“ segir Guðjón.

„Jú, jú, þú getur verið með einn kontór í staðinn fyrir tvo, þú getur verið með einn endurskoðanda í staðinn fyrir tvo. Það er einhver sparnaður í svona, svo maður sletti, svona „back office“ kostnaði.“

En það eru nú kannski ekki stóru kostnaðarliðirnir?

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

„Nei, langstærsti kostnaðarliðurinn í rekstri fasteignafélaga er enn og aftur bara kostnaðurinn við fjármagn. Það að ná í fjármagn á prósentubroti heldur en þú lifir við í dag skiptir bara sköpum. Það getur verið að ávinningurinn að lokum við sameiningu Regins og Eikarinnar geri það að verkum að þar sértu kominn með það stórt fyrirtæki að það geti farið að vekja áhuga erlendra aðila og ég ætla að vona að það geri það því að þá er tilganginum náð að mínu mati.

Ef það koma raunverulega stórir erlendir aðilar inn á þennan markað og keppa við lífeyrissjóðina um fjármögnun á þessum félögum þá hefur eitthvað nýtt gerst. Hitt eru einhverjir peningar en það eru ekki stóru peningarnir þar,“ segir Guðjón.

Ertu bjartsýnn á að stærri einingar muni laða erlenda fjárfesta hingað?

„Já, ég vona alla veganna að ef það verður af sameiningu Regins og Eikarinnar að fókusinn hjá stjórnendum og stjórn þess félags, ef af verður, verði dálítið þannig. Þá eru þeir að ryðja braut, þá eru þeir að búa til eitthvað nýtt. Ef allur fókusinn er að vera á einum kontór í staðinn fyrir tvo og fækka kaffivélum um eina þá breytir það engum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“
Hide picture