Stjórn Bankasýslu ríkisins, sem skipuð er þeim Tryggvi Pálssyni, Þóru Hallgrímsdóttur og Þóri Haraldssyni, hefur ákveðið að skipta út Bankaráði Landsbankans í heild sinni og tilnefna nýja einstaklinga í ráðið á aðalfundi Landsbankans sem fer fram í næstu viku. Bankasýslan heldur á 98% hlut í bankanum og því ljóst að verði þess vilji og núverandi meðlimir bankaráðsins munu víkja.
Til stóð að fimm bankaráðsmeðlimir myndu sitja áfram en í kjölfar umdeilds skuldbindandi kauptilboðs Landsbankans í tryggingafélagið TM hefur verið hætt við það og öllu bankaráðinu skipt út.
Ákvörðunin kemur í beinu framhaldi af skýrslu Bankasýslunnar sem var birt fyrr í dag en þar var ákvörðunin um kaupin sögð vera andstæð eigendastefnu ríkisins og þá hafi „hafi verið farið viðhöfð upplýsingagjöf í samræmi við samning um almenn og sértæk markmið í rekstri bankans.“
Bankasýslan hefur tilnefnt eftirfarandi einstaklinga í bankaráð Landsbankans:
Aðalmenn:
Jón Þ. Sigurgeirsson, formaður
Eva Halldórsdóttir
Kristján Þ. Davíðsson
Rebekka Jóelsdóttir
Steinunn Þorsteinsdóttir
Þór Hauksson
Örn Guðmundsson
Varamenn:
Sigurður Jón Björnsson, (eini sem situr áfram)
Stefanía Halldórsdóttir
Núverandi bankaráð er skipað eftirfarandi einstaklingum.
Aðalmenn:
Helga Björk Eiríksdóttir, formaður
Berglind Svavarsdóttir, varaformaður
Elín H. Jónsdóttir
Guðbrandur Sigurðsson
Guðrún Ó. Blöndal
Helgi Friðjón Arnarson
Þorvaldur Jacobsen
Varamenn:
Sigríður Olgeirsdóttir
Sigurður Jón Björnsson
Til stóð að Elín, Guðbrandur, Guðrún, Helgi og Þorvaldur myndu sitja áfram í bankaráðinu en eins og áður segir hefur það verið slegið út af borðinu.
Í bréfi fjármála- og efnahagsráðherra frá 5. apríl síðastliðnum, sem birt var á vef Bankasýslunnar fyrr í dag, segir að þáverandi ráðherra, Þórdís Kolbrún R. Reykfjörð Gylfadóttir, væri sammála stjórn Bankasýslunnar um að tilefni væri til að endurskipa allt bankaráð Landsbankans.Þá telji ráðherra framkomnar upplýsingar gefa Bankasýslunni, fyrir hönd eiganda 98 prósent hlutafjár í bankanum, tilefni til skoðunar á því með hvaða hætti sé unnt að losa um fyrirséð eignarhald bankans á tryggingafélaginu eins fljótt og kostur er.