fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG

Eyjan
Fimmtudaginn 11. apríl 2024 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjákátlegt er að fylgjast með tali formanna stjórnarflokkanna um mikil heilindi í samstarfi allra stjórnarflokkanna og órofa samstöðu. Þetta hljómar fyndið eða jafnvel grátbroslegt í eyrum þeirra stjórnmálamanna úr stjórnarandstöðu sem fengu fjölda símtala um síðustu helgi frá Framsókn og Sjálfstæðisflokki þar sem lögð voru fram gylliboð til flokka þeirra um að koma inn í ríkisstjórnina í staðinn fyrir Vinstri græn.

Orðið á götunni er að engin forystumaður í stjórnarandstöðunni, sem fékk slík boð, hafi sýnt minnsta áhuga. Svörin voru jafnan á sömu leið: Við ætlum ekki að fara í neina rústabjörgun fyrir þessa ríkisstjórn, við ætlum ekki að fórna stöðu okkar og mannorði fyrir ráðherrastóla í lifandi dauðri ríkisstjórn. Við göngum ekki sjálfviljug inn í logandi hús. Sigmundur Davíð sagði beinlínis í sjónvarpsviðtali að enginn stjórnarandstöðuþingmaður kæmi nærri þessari ríkisstjórn nema hann væri haldinn sjálfseyðingarhvöt.

Rökin sem voru borin fram voru þau að með því að reka Vinstri græna úr stjórninni losnaði um stíflur í orkumálum, innflytjendamálum og varðandi fjármál ríkisins sem valda sívaxandi áhyggjum. Þá var því haldið fram að nýr aðili sem kæmi að stjórninni gæti vænst vaxandi velvilja í þjóðfélaginu þegar verðbólga og vextir færu hratt niður.

Að sjálfsögðu vildi enginn úr stjórnarandstöðunni taka þessum tilboðum. Menn lögðu almennt til að kosningum yrði flýtt og þá væri unnt að mynda starfhæfa ríkisstjórn sem hefði nýtt umboð kjósenda til að stjórna landinu af myndarskap en ekki með það að markmiði að gera sem allra minnst. Þá var góðlátlega bent á að ekki væri sjálfgefið að verðbólga og vextir færu hratt niður vegna þess að vaxandi fjárlagahalli og skuldasöfnun ríkisins gera það að verkum að þensla helst mikil og þá lætur lækkun verðbólgu á sér standa. Á meðan stjórnvöld þora ekki að gera ráðstafanir til að fjármagna ríkishallann hefst ekki bataferlið.

Orðið á götunni er að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn viti innst inni að þeir geta vænst upphlaupa af hálfu Vinstri grænna, einkum og sér í lagi þegar Svandís Svavarsdóttir verður komin á fulla ferð sem raunverulegur nýr leiðtogi flokksins. Svandís hefur komist upp með lögbrot vegna stjórnsýslu sinnar, bæði fyrr og nú. Það hefur komið sér illa fyrir þá sem hafa borið ábyrgð á henni.

Svandís gæti enn átt eftir að reynast samstarfsflokkunum dýr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“