fbpx
Mánudagur 13.janúar 2025
EyjanPennar

Kristrún: „Þjóðin gerir kröfu um árangur“

Eyjan
Miðvikudaginn 10. apríl 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér á eftir fer ræða Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í umræðum um yfirlýsingu forsætisráðherra á Alþingi, 10. apríl 2024.

I.

Forseti.

Það er krafa um árangur – sem við í Samfylkingunni höfum heyrt, í 180 fyrirtækjum um land allt og á 26 opnum fundum um atvinnu og samgöngur, núna frá áramótum.

Þjóðin gerir kröfu um árangur, sem þessi ríkisstjórn hefur ekki náð og mun ekki ná – nema hún breyti um stefnu. Það er ekki nóg að höfuð ríkisstjórnarinnar fari í forsetaframboð. Og að veita svo öðrum ráðherrum stöðuhækkun, koll af kolli – að því er virðist allra helst þeim sem hafa gert alvarlegustu afglöpin í sínum fyrri embættum.

Þetta er sama fólkið – með sömu stefnu – í nýjum stólum. Og hvað hefur breyst í raun, sem skiptir einhverju máli fyrir fólkið í landinu? Ekkert. Ekki neitt. Það hafa engar breytingar verið kynntar sem benda til þess að ríkisstjórnin muni núna skyndilega fara að ná einhverjum árangri í mikilvægustu málaflokkunum, fyrir land og þjóð. Það er bara keyrt áfram á sömu stefnu. Eins og hún hafi gefist okkur eitthvað sérstaklega vel hérna, það sem af er kjörtimabili?

Ég ætla bara að segja að það hefði verið meiri sómi af því – ef nýr forsætisráðherra og bandamenn hans hefðu horfst í augu við stöðuna eins og hún er, viðurkennt vandann sem þessi ríkisstjórn hefur skapað og boðað hér skýra stefnubreytingu.

Því þetta getur ekki haldið áfram svona. Þjóðin veit það, þau vita það sjálf og munu þurfa að axla ábyrgð sína gagnvart kjósendum – þegar þar að kemur.

 

II.

Forseti. Förum aðeins yfir þá stöðu sem fráfarandi ríkisstjórn skilur eftir sig: Vextir háir, verðbólga mikil og hömlulaus húsnæðismarkaður. Ófjármögnuð útgjöld upp á 80 milljarða næstu árin. Ófjármögnuð útgjöld vegna Grindavíkur. Engin fjármálaáætlun. Samgönguáætlun situr föst. Framkvæmdastopp í orku- og samgöngumálum.

Já, algjört framkvæmdastopp! Frá ríkisstjórn sem ætlaði að kenna sig við innviði.

Leyfið mér að kynna Stóra núllið frá 2017: Framkvæmdir við 0 ný jarðgöng á Íslandi – 0 nýjar virkjanir yfir 10 MW – og 0 ný virkjanaleyfi í gildi. Hvort sem litið er til virkjana sem nýta vatnsafl, jarðvarma, vind eða aðra orkugjafa.

Þetta er sú staða sem fráfarandi ríkisstjórn skilur eftir sig – og sem þessi svokallaða nýja ríkisstjórn fær í arf. Og nú er talað og talað og talað um einhverja stórsókn í orkumálum. En tekið skýrt fram að það sé engin stefnubreyting samt hjá þessari ríkisstjórn – og engar nýjar aðgerðir kynntar. Hvað getur maður sagt?

Og það sama mætti segja í útlendingamálum. Þar sem ríkisstjórnin hefur nú séð um að skapa öll sín stærstu vandamál sjálf – með undanþágum, hringlandahætti og illa unnum lagafrumvörpum. En nú er sagt að sé allt að fara að smella – án stefnubreytingar.

Hvað er þá verið að gefa í skyn? Að fráfarandi forsætisráðherra hafi verið vandamálið? Eða er þetta kannski bara tómt tal hjá ríkisstjórninni – enn einu sinni – til að réttlæta þrásetu sína án árangurs?

Þjóðin gerir kröfu um árangur. Og það kallar á stefnubreytingu.

 

III.

Ég nefni orkumál og útlendingamál sérstaklega vegna þess að þetta eru þeir málaflokkar sem nýr forsætisráðherra segist leggja mesta áherslu á – og það er alveg rétt að þarna hefur ríkisstjórnin alls ekki staðið sig í stykkinu.

Þetta er mikilvægir málaflokkar – en ég velti því nú samt fyrir mér hvers vegna nýr forsætisráðherra hefur ekki talað af sama þunga um efnahagsmálin? Sem fráfarandi ríkisstjórn tókst að setja á hvolf með þeim afleiðingum að stýrivextirnir eru í 9,25% og verðbólgan hefur ekki verið nálægt markmiði Seðlabankans í 4 ár núna – 4 ár – og fór upp í síðustu mælingu.

Hver er stefnan? Hver er stjórnarstefnan í efnahagsmálum? Er nýr forsætisráðherra á þeirri skoðun að það þurfi bara ekkert að fjármagna aukin útgjöld ríkisins upp á 80 milljarða á næstu árum?

Þannig hefur ríkisstjórnin talað hérna síðustu vikur. Og hrósað sjálfri sér fyrir að auka bara útgjöldin – án þess að finna nokkra fjármögnun á móti, til að vega upp á móti verðbólguáhrifum. Þannig hefði Samfylkingin aldrei gert þetta. Enda höfum við haft það fyrir reglu að koma aldrei með útgjaldatillögur í þingið – nema þær séu fjármagnaðar, og helst gott betur, á þessu verðbólguskeiði sem hefur verið á vakt ríkisstjórnarinnar.

Verkalýðshreyfingin og Samtök atvinnulífsins eiga hrós skilið fyrir sitt upplegg í kjarasamningunum. En aðkoma ríkisstjórnarinnar verður bara að skoðast sem óábyrg og ókláruð á meðan ekkert hefur komið fram um fjármögnun.

Eða er hugmyndin að moka þessa bara yfir á næstu ríkisstjórn sem mun þurfa að taka til eftir ykkur?

Ef það er málið – þá munu kjósendur sjá um að veita þessari ríkisstjórn ráðningu.

Því að þetta er engin leið til að taka á verðbólgunni eða ná aftur stjórn á efnahagsmálunum.

Ég segi bara við nýjan forsætisráðherra: Það eru efnahagsmálin – efnahagur venjulegs fólks – sem hæstvirtur ráðherra ætti að taka á. Það hefur ekki gengið nógu vel. Og það dugar ekki að reyna að beina bara sjónum að orkumálum og útlendingamálum – og vona að hitt gleymist. Það gleymist ekki.

 

IV.

Forseti. Alltof mikill orka hefur farið í það hver situr í hvaða stól. Fjölgun ráðherra, nýir ráðherratitlar, afsögn og endurkoma, framboð og svo þessi þráseta… En ég held að fólkið í landinu klóri sér bara í kollinum yfir þessu. Það horfir bara á verkefnin og gerir kröfu um árangur. Eins og við í Samfylkingunni.

En eftir því sem ríkisstjórnin situr lengur þá vaxa náttúrulega vandamálin og þau verkefni sem munu bíða nýrrar ríkisstjórnar – að loknum næstu kosningum. Þetta hefur gengið alltof lengi. Og þess vegna hefur Samfylkingin gætt þess að halda því kyrfilega til haga að það mun taka sinn tíma að koma Íslandi aftur á rétta braut. Það mun taka tvö kjörtímabil – í öruggum skrefum.

Samfylkingin hefur fyrst og fremst verið að vinna sína vinnu – undirbúningsvinnu til að vera tilbúin að taka við stjórnartaumunum, fáum við til þess umboð hjá þjóðinni. Og í sjálfu sér breyta nýjustu stólaskiptin í ríkisstjórninni engu fyrir verkefni okkar í Samfylkingunni. Verkefni okkar er, og verður áfram, að veita fólkinu í landinu von. Að sýna fram á að við getum snúið við þessari stöðu í stjórnmálunum og komist áfram í mikilvægum málum – náð árangri sem fólkið í landinu finnur virkilega fyrir.

Í fyrra kynntum við Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum – verklýsingu fyrir nýja ríkisstjórn til tveggja kjörtímabila, fimm þjóðarmarkmið og örugg skref í þessum mikilvægu málaflokkum. Þetta útspil var afrakstur af hátt í 40 opnum fundum með almenningi um land allt og öðru eins af fundum á vinnustöðum, með fólki af gólfinu og öðrum sérfræðingum um heilbrigðiskerfið.

Síðustu mánuði höfum við síðan tekið fyrir Atvinnu og samgöngur á svipaðan hátt – með skipulagðri vinnu, öflugum stýrihópi, heimsóknum í 180 fyrirtæki og opnum fundum um land allt. Og í næstu viku munum við kynna nýtt útspil Samfylkingarinnar: Kröfu um árangur í atvinnu- og samgöngumálum – með þremur grundvallarkröfum og aðgerðum til árangurs í þessum málaflokkum. Þar er sem dæmi komið inn á orku, samgöngur, auðlindanýtingu, atvinnustefnu og rekstrarumhverfi fyrirtækja.

Útspilið verður kynnt á flokksstjórnarfundi okkar á Laugarbakka þann 20. apríl. Og ég er viss um að ríkisstjórnin, og fólkið í landinu, mun veita þessum áherslum okkar athygli. Enda ástæða til og sama hvaðan gott kemur. Aðalatriðið er að við hefjum aftur kraftmiklar framkvæmdir hérna sem fyrst. Með stefnu og forystu sem treystir sér í verkin.

Við höfum breytt Samfylkingunni, fært okkur nær fólkinu í landinu – og sýnt að við getum markað skýra stefnu og rifið hluti í gang. Vonin er sú að okkur verði treyst til að stjórna eftir næstu kosningar. En þangað til má vona að sitjandi ríkisstjórn fái innblástur til góðra verka.

Það eru gerðar ríkar kröfur til hverrar ríkisstjórnar – um árangur. Gangi ykkur vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Mold varð morðingja Emmu að falli

Mold varð morðingja Emmu að falli
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

,,Hann er enginn Liverpool leikmaður“

,,Hann er enginn Liverpool leikmaður“
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Gefa sparnaðarráð fyrir ferðir til Íslands – „Það er ekki búist við þjórfé á Íslandi“

Gefa sparnaðarráð fyrir ferðir til Íslands – „Það er ekki búist við þjórfé á Íslandi“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Barcelona vann Ofurbikarinn eftir ótrúlegan leik við Real Madrid

Barcelona vann Ofurbikarinn eftir ótrúlegan leik við Real Madrid
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bjarki hyggst ekki gera þetta aftur eftir upplifun sína á dögunum – „Fer ekki aftur nema í eitthvað svona“

Bjarki hyggst ekki gera þetta aftur eftir upplifun sína á dögunum – „Fer ekki aftur nema í eitthvað svona“
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Sigurrós um hörmuleg örlög bróður síns – Segir að aðrir íbúar hafi viljað opna inn til hans en því hafi verið hafnað – „Hann hefði ekki þurft að deyja þarna“

Sigurrós um hörmuleg örlög bróður síns – Segir að aðrir íbúar hafi viljað opna inn til hans en því hafi verið hafnað – „Hann hefði ekki þurft að deyja þarna“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Staðfestir áhuga Manchester City – ,,Vonum að hann verði áfram“

Staðfestir áhuga Manchester City – ,,Vonum að hann verði áfram“
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Sonur Gretu Salóme og Elvars Þórs hefur fengið nafn

Sonur Gretu Salóme og Elvars Þórs hefur fengið nafn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Freyr ráðinn stjóri Brann

Freyr ráðinn stjóri Brann
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Vísindamenn vara við eldgosi – „Þegar það gerist, þá stöndum við frammi fyrir hamförum af áður óþekktri stærðargráðu“

Vísindamenn vara við eldgosi – „Þegar það gerist, þá stöndum við frammi fyrir hamförum af áður óþekktri stærðargráðu“
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Mold varð morðingja Emmu að falli

Mold varð morðingja Emmu að falli
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

,,Hann er enginn Liverpool leikmaður“

,,Hann er enginn Liverpool leikmaður“
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Gefa sparnaðarráð fyrir ferðir til Íslands – „Það er ekki búist við þjórfé á Íslandi“

Gefa sparnaðarráð fyrir ferðir til Íslands – „Það er ekki búist við þjórfé á Íslandi“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Barcelona vann Ofurbikarinn eftir ótrúlegan leik við Real Madrid

Barcelona vann Ofurbikarinn eftir ótrúlegan leik við Real Madrid
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bjarki hyggst ekki gera þetta aftur eftir upplifun sína á dögunum – „Fer ekki aftur nema í eitthvað svona“

Bjarki hyggst ekki gera þetta aftur eftir upplifun sína á dögunum – „Fer ekki aftur nema í eitthvað svona“
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Sigurrós um hörmuleg örlög bróður síns – Segir að aðrir íbúar hafi viljað opna inn til hans en því hafi verið hafnað – „Hann hefði ekki þurft að deyja þarna“

Sigurrós um hörmuleg örlög bróður síns – Segir að aðrir íbúar hafi viljað opna inn til hans en því hafi verið hafnað – „Hann hefði ekki þurft að deyja þarna“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Staðfestir áhuga Manchester City – ,,Vonum að hann verði áfram“

Staðfestir áhuga Manchester City – ,,Vonum að hann verði áfram“
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Sonur Gretu Salóme og Elvars Þórs hefur fengið nafn

Sonur Gretu Salóme og Elvars Þórs hefur fengið nafn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Freyr ráðinn stjóri Brann

Freyr ráðinn stjóri Brann
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Vísindamenn vara við eldgosi – „Þegar það gerist, þá stöndum við frammi fyrir hamförum af áður óþekktri stærðargráðu“

Vísindamenn vara við eldgosi – „Þegar það gerist, þá stöndum við frammi fyrir hamförum af áður óþekktri stærðargráðu“
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Mold varð morðingja Emmu að falli

Mold varð morðingja Emmu að falli
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

,,Hann er enginn Liverpool leikmaður“

,,Hann er enginn Liverpool leikmaður“
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Gefa sparnaðarráð fyrir ferðir til Íslands – „Það er ekki búist við þjórfé á Íslandi“

Gefa sparnaðarráð fyrir ferðir til Íslands – „Það er ekki búist við þjórfé á Íslandi“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Barcelona vann Ofurbikarinn eftir ótrúlegan leik við Real Madrid

Barcelona vann Ofurbikarinn eftir ótrúlegan leik við Real Madrid
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bjarki hyggst ekki gera þetta aftur eftir upplifun sína á dögunum – „Fer ekki aftur nema í eitthvað svona“

Bjarki hyggst ekki gera þetta aftur eftir upplifun sína á dögunum – „Fer ekki aftur nema í eitthvað svona“
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Sigurrós um hörmuleg örlög bróður síns – Segir að aðrir íbúar hafi viljað opna inn til hans en því hafi verið hafnað – „Hann hefði ekki þurft að deyja þarna“

Sigurrós um hörmuleg örlög bróður síns – Segir að aðrir íbúar hafi viljað opna inn til hans en því hafi verið hafnað – „Hann hefði ekki þurft að deyja þarna“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Staðfestir áhuga Manchester City – ,,Vonum að hann verði áfram“

Staðfestir áhuga Manchester City – ,,Vonum að hann verði áfram“
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Sonur Gretu Salóme og Elvars Þórs hefur fengið nafn

Sonur Gretu Salóme og Elvars Þórs hefur fengið nafn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Freyr ráðinn stjóri Brann

Freyr ráðinn stjóri Brann
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Vísindamenn vara við eldgosi – „Þegar það gerist, þá stöndum við frammi fyrir hamförum af áður óþekktri stærðargráðu“

Vísindamenn vara við eldgosi – „Þegar það gerist, þá stöndum við frammi fyrir hamförum af áður óþekktri stærðargráðu“
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Mold varð morðingja Emmu að falli

Mold varð morðingja Emmu að falli
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

,,Hann er enginn Liverpool leikmaður“

,,Hann er enginn Liverpool leikmaður“
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Gefa sparnaðarráð fyrir ferðir til Íslands – „Það er ekki búist við þjórfé á Íslandi“

Gefa sparnaðarráð fyrir ferðir til Íslands – „Það er ekki búist við þjórfé á Íslandi“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Barcelona vann Ofurbikarinn eftir ótrúlegan leik við Real Madrid

Barcelona vann Ofurbikarinn eftir ótrúlegan leik við Real Madrid
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bjarki hyggst ekki gera þetta aftur eftir upplifun sína á dögunum – „Fer ekki aftur nema í eitthvað svona“

Bjarki hyggst ekki gera þetta aftur eftir upplifun sína á dögunum – „Fer ekki aftur nema í eitthvað svona“
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Sigurrós um hörmuleg örlög bróður síns – Segir að aðrir íbúar hafi viljað opna inn til hans en því hafi verið hafnað – „Hann hefði ekki þurft að deyja þarna“

Sigurrós um hörmuleg örlög bróður síns – Segir að aðrir íbúar hafi viljað opna inn til hans en því hafi verið hafnað – „Hann hefði ekki þurft að deyja þarna“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Staðfestir áhuga Manchester City – ,,Vonum að hann verði áfram“

Staðfestir áhuga Manchester City – ,,Vonum að hann verði áfram“
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Sonur Gretu Salóme og Elvars Þórs hefur fengið nafn

Sonur Gretu Salóme og Elvars Þórs hefur fengið nafn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Freyr ráðinn stjóri Brann

Freyr ráðinn stjóri Brann
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Vísindamenn vara við eldgosi – „Þegar það gerist, þá stöndum við frammi fyrir hamförum af áður óþekktri stærðargráðu“

Vísindamenn vara við eldgosi – „Þegar það gerist, þá stöndum við frammi fyrir hamförum af áður óþekktri stærðargráðu“