fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Síleskt farsímafyrirtæki Björgólfs Thors óskar eftir greiðslustöðvun

Eyjan
Mánudaginn 1. apríl 2024 15:29

Björgólfur Thor Björgólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síleska farsímafyrirtækið WOM, sem er að stærstum hluta í eigu Novator – fjárfestingafyrirtækis Björgólfs Thors Björgólfssonar og viðskiptafélaga hans, hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum í Bandaríkjunum. Beiðnin, sem heyrir undir svokallaðan kafla 11,  var lögð fram í Delaware-fylki en hún kemur í kjölfar þess að fyrirtækinu mistókst að endurfjármagna lán upp á 348 milljónir bandaríkjadali, um 48,5 milljarða íslenskra króna, sem eru á gjalddaga í nóvember.

Verð á skuldabréfum fyrirtækisins hafa hrunið í verði eftir því sem orðrómur um að fyrirtækið gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar fór á flug. Þá er það talið ólíklegt að Björgólfur Thor muni koma fyrirtækinu til bjargar og leggja fram aukið hlutafé.

Fá að starfa áfram

Fréttastofa Bloomberg greinir frá þessu en í frétt miðilsins kemur fram að samkvæmt skilmálum beiðninnar er fyrirtækinu heimilt að starfa áfram til þess að freista þess að endurgreiða lánadrottnum. Skuldir fyrirtækisins voru í heildina 1,8 milljarður bandaríkjadala í lok síðasta árs, um 251 milljarður íslenska króna.

WOM, sem stendur fyrir „Word of mouth“ eða orðrómur, var stofnað árið 2015 af  Novator Partners LLP eftir að fyrirtækið keypti eignir síleska farsímafyrirtækisins Nextel Chile. Blés fyrirtækið í herlúðra og setti sér það markmið að hrista upp í markaðinum í Síle með metnaðarfullum auglýsingaherferðum og ódýrum áskriftargjöldum.

Besta leiðin í erfiðri stöðu

Áætlanir fyrirtækisins gengu vel til að byrja með og hefur WOM hafið starfsemi sína í fleiri löndum Suður-Ameríku, til að mynda Kólumbíu. En síðustu ár hefur sigið á ógæfuhliðina og fyrirtækið glímt við lausafjárskort og rekstrarerfiðleika. Þrátt fyrir rúmlega 20% markaðshlutdeild í Chile hefur miskunnarlaust verðstríð á markaðinum gert það verkum að eigið fé fyrirtækisins hefur fuðrað upp.

Bloomberg vitnar í yfirlýsingu frá Björgólfi Thor þar sem hann segir að ákvörðunin um að leggja fram gjaldþrotaskiptabeiðnina hafi verið sú besta til þess að varðveita virði fyrirtækisins og tryggja rekstrarmöguleika þess til lengri tíma í krefjandi árferði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur