fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Finnbjörn Hermannsson: Þingið sneri frumvarpinu á hvolf og nú eru stóru afurðastöðvarnar undanþegnar samkeppnislögum

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 1. apríl 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir nýlega breytingu á búvörulögunum, sem undanskilur afurðastöðvar undan ákvæðum samkeppnislaga stendur ekkert í vegi fyrir því að afurðastöðvarnar búi til eina stóra afurðastöð og hvorki bændur né neytendur hafa neitt um það að segja. Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, segir þingið hafa snúið upphaflegu frumvarpi á hvolf og í andhverfu sína, aðrir aðilar en frumvarpið sneri upphaflega að hafi komið sér inn og komist undan samkeppnislögum. Finnbjörn er gestur Ólafs Arnarsonar í Markaðnum á Eyjunni.

Markadurinn - Finnbjorn Hermannsson - 5.mp4
play-sharp-fill

Markadurinn - Finnbjorn Hermannsson - 5.mp4

„Við eigum náttúrlega eftir að sjá hvernig þetta verður útfært, hvort það er hægt að útfæra þetta með einhverjum öðrum hætti heldur en sá skilningur sem við sem höfum verið að mótmæla þessu, eins og t.d. Samkeppnisstofnun, sem hefur verulega mikla reynslu af þessu – maður verður að taka mark á því þegar hún mótmælir þessu svona kröftuglega eins og hún gerði. Við settum okkur inn í þetta mál og það sem gerðist – ég held það hafi verið á milli annarrar og þriðju umræðu – þá er frumvarpinu eiginlega snúið algerlega á haus,“ segir Finnbjörn.

„Þetta snerist um það að bændur væru að styrkja stöðu sína gagnvart stóru afurðastöðvunum þannig að bændur yrði í betri samkeppnisstöðu, og betri samningsstöðu – við studdum það og höfum stutt slíkt frumvarp nokkrum sinnum því slíkt frumvarp hefur komið fram áður. En síðan er bætt við þarna afurðastöðvum sem eru kannski ekkert endilega í eigu bænda eða tengdar bændastéttinni sem slíkri og við teljum að þar hafi aðrir aðilar heldur en frumvarpið sneri að verið að koma sér inn og komast undan samkeppnislögum og við erum alfarið á móti því,“ segir hann.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Finnbjörn segir verkalýðshreyfinguna telja að óeðlilegt sé að mjög stórir aðilar séu undanþegnir og Samkeppnisstofnun hafi ekkert um það að segja ef einn aðilinn er að kaupa annan eða þegar þeir myndi verðsamráð. „Við horfum á það sem mikla ógn fyrir neytendur og reyndar fyrir bændur líka.“

Hann segir að í allri þeirri umfjöllun sem orðið hefur um þetta mál frá því það kom upp hafi enginn komið fram og getað bent á að skilningur þeirra sem hafa mótmælt þessu sé rangur. „Menn eru bara með fullyrðingar um góðan vilja og allt það, og vonandi gengur það eftir,  en ég hef ekki séð neitt sem hamlar því að þetta geti gerst sem við erum að benda á, það að afurðastöðvarnar geta bara búið til eitt stykki stóra afurðastöð sem annars vegar bændur hafa ekkert um að segja og svo neytendur hafa ekkert um að segja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK
Hide picture