fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Eyjan

Orðið á götunni: Dapur brandari Guðmundar Inga um forsetaembættið

Eyjan
Þriðjudaginn 5. mars 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks Fólksins, hafi hitt á að flytja á Alþingi lélegasta brandara seinni tíma þegar hann spurði Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formann 4,7 prósent flokksins VG, hvort hún hygðist bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þingheimur hló – og einnig Katrín þótt henni sé vart hlátur í hug þessa dagana.

Guðmundur Ingi er alvörugefinn maður sem hefur barist af einlægni fyrir hag þeirra verr settu í þjóðfélaginu, bæði utan þings og innan. Það er virðingarvert hjá honum. Hins vegar hefur þess ekki orðið vart að hann sé húmoristi eða gleðigjafi af neinu tagi. Þess vegna rak þingheim í rogastans í gær þegar hann fór í ræðustól til að spyrja Katrínu Jakobsdóttur um starfsáform sín og nefndi forsetaembættið. Ekki er skrítið þó að þingmenn rækju upp hrossahlátur.

Nýjustu Gallup-kannanir kalla ekki beinlínis á að formaður Vinstri grænna þurfi að íhuga stærra embætti en það sem hún gegnir enn þá, rúin fylgi og trausti. Fylgiskönnun Gallups sýndi í fyrsta skipti, í lok síðustu viku, að flokkur Katrínar væri kominn niður fyrir það lágmarksfylgi sem þarf til að fá fulltrúa kjörna á Alþingi. Vinstri græn mældust þá með 4,7 prósent fylgi en 5 prósent þarf að lágmarki til að ná sæti á þingi.

Vinstri græn hófu núverandi óheillasamstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn með 17 prósenta fylgi. Í síðustu kosningum fór flokkurinn niður í 12 prósent og nýjustu mælingar sýna 4,7 prósent stuðning sem dugar ekki til að koma fólki inn á þing. Forsætisráðherra myndi falla í kosningu ef niðurstaða yrði í samræmi við könnun Gallups. Hér er um að ræða merkilega þróun enda hefur það aldrei gerst í sögu lýðveldis á Íslandi að forsætisráðherra hafi stýrt flokki sínum í þrot af þessu tagi. Rétt er þó að hafa í huga að skoðanakönnun, þótt margendurtekin sé, er ekki það sama og sjálfar kosningarnar sem eru það eina sem gildir.

Formaður í flokki sem er í andarslitrunum á ekkert erindi í framboð til forseta lýðveldisins. Það blasir við.

Orðið á götunni er að Guðmundur Ingi Kristinsson hafi komið öllum á óvart sem lúmskur húmoristi með því að brydda upp á þessu strax eftir að Vinstri græn mældust út af Alþingi samkvæmt nýjustu Gallup-könnun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hver er „ísmærin“ sem verður starfsmannastjóri Hvíta hússins?

Hver er „ísmærin“ sem verður starfsmannastjóri Hvíta hússins?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sérfræðingar í málefnum Bandaríkjanna

Óttar Guðmundsson skrifar: Sérfræðingar í málefnum Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum