fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Gylfi Zoëga: Værum mun betur sett innan ESB og með evru ef náttúruvá verður á höfuðborgarsvæðinu

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 5. mars 2024 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef alvarlegar náttúruhamfarir verða í nágrenni við höfuðborgina værum við miklu betur sett sem hluti af ESB en ein og einangruð hér í þessu landi. Vegna krónunnar er meira en helmingur eigna lífeyrissjóðanna lokaður hér inni í krónuhagkerfinu sem leiðir til verri áhættudreifingar og magnar mjög hættuna ef áföll á borð við náttúruvá verða hér á Íslandi. Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor við HÍ og fyrrverandi peningastefnunefndarmaður, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markadurinn - Gylfi Zoega - 6.mp4
play-sharp-fill

Markadurinn - Gylfi Zoega - 6.mp4

„Þessi króna verður til þess að helmingurinn af eignum lífeyrissjóðanna er lokaður inni í landinu af því að skuldbindingar lífeyrissjóðanna eru í krónum svo þeir geta ekki verið með allar eignirnar í evrum og dollurum vegna þess að ef krónan hækkar er eignasafnið þeirra minna virði,“ segir Gylfi.

„Svo ég giski, þá eru 2.500 milljarðar af eignum lífeyrissjóðanna inni í krónunni, eða um tvær landsframleiðslur, svo ef það verður högg hér innanlands þá er fjöreggið lokað inni í landinu.“ Hann segir það slæmt út frá þjóðhagslegu öryggi að geta ekki dreift áhættunni meira. „Ef við víkkum þetta enn meira þá er eina leiðin að föstu gengi í gegnum Evrópusambandið. Núna fer maður aðeins út í pólitík. Það sem ég hef sagt hingað til er að ég held hrein hagfræði, ekki mikið gildismat, en núna fer ég aðeins yfir strikið, ef ég má, með þínu leyfi.“

Ég fagna því.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

„Þjóðhagslegt öryggi er öryggi gagnvart náttúruhamförum, öryggi gegn hernaði sem er núna orðið akút. Það er ekki nóg með að Reykjanesi sé vaknað, einn jarðfræðingurinn sagði að hraunið væri svipað og kæmi upp úr Vatnajökli þannig að þetta gæti verið eins og allt landið sé að fara af stað. Grindavík sem slík, þeir peningar sem fara í að byggja húsin aftur annars staðar, ef þú berð það saman við kostnaðinn við að byggja Landsbankahúsið niðri í miðbæ og koma ráðuneyti fyrir þar, gera upp Seðlabankabygginguna og ýmislegt annað sem tína má til þarna, húsin á bak við stjórnarráðið, þá eru þetta ekki miklir peningar sem fara í Grindavík. Þetta eru milljarðar og milljarðar skipta máli.“

Já, það eru miklir peningar sem fara í þetta brölt þarna niðri í bæ, brölt sem skapar ekki mikil verðmæti.

„Nei, það er ekki, ég þarf alla vega smá tíma til að hugsa um svar við því hvaða verðmætasköpun er í því. En ef þetta færist nær, í Hafnarfjörðinn eða slíkt, það er hraun í Hafnarfirði, þess vegna er bærinn svona fallegur, þá verður þjóðhagslega áfallið miklu erfiðara. Kosturinn við að vera í þessu evrópska samstarfi er að þá erum við með einhverja tryggingu út á við, ekki bara náttúruhamfaratryggingu sem er vonandi baktryggð einhvers staðar, heldur erum við ekki með öll fjöreggin inni í krónunni. Innan Evrópusambandsins, ef það er einhver náttúruvá, þá eru millifærslur innan sambandsins, sem er jákvætt. Það að dreifa áhættunni gagnvart náttúruvá með því að vera hluti af stærra mengi en ekki einangruð hérna er jákvætt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”
Hide picture