fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Gylfi Zoëga: Krónan er samkeppnishindrun sem verndar fákeppni hér á landi – þrífst bara í höftum

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 4. mars 2024 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er jákvætt þegar renta skapast í hagkerfinu vegna þess að einhver kemur á markaðinn með nýjung sem tekur öðru fram en það er ekki jákvætt þegar rentan verður til vegna þess að þú ert í svo lokuðu hagkerfi og með svo sveiflukenndan gjaldmiðil að fákeppnisfyrirtæki t.d. á sviði trygginga- og bankastarfsemi fá ekki utanaðkomandi samkeppni. Hér á landi er hægt að vera með krónuna vegna þess að ýmis konar gjaldeyrishöft koma í veg fyrir að allt fari til fjandans eins og gerðist 2008. Krónan er orsök þess að hingað til lands kemur mjög lítil langtíma fjárfesting frá erlendum fjárfestum. Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor við HÍ og fyrrverandi nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markadurinn - Gylfi Zoega - 5.mp4
play-sharp-fill

Markadurinn - Gylfi Zoega - 5.mp4

„Þarna 2009, þegar ég byrjaði í þessu, þá segir pólitíkin: Við erum með okkar gjaldmiðil, hvernig er hægt að vera með hann áfram? Svarið var það sem er kallað verðbólgumarkmið plús, það er að segja vextir eru notaðir sem tæki en svo höfum við annað tæki til þess að tempra streymi fjármagns inn og út úr krónunni. Sú bremsa er enn þá til þó hún sé núllstillt núna og ég held að þeir sem ráða þarna núna séu ekki hrifnir af henni, en hún er lykillinn að því að hafa þessa sjálfstæðu mynt án þess að allt fari til fjandans,“ segir Gylfi.

„Ef þú hækkar vexti hér og spákaupmennskupeningarnir fara að streyma inn í krónuna og hún fer að hækka og búa til viðskiptahalla vegna þess að krónan er orðin svo há og innflutningur ódýr, allt fjármagnað með skuldum, þá getur maður sett bremsu á þetta spákaupmennskuinnflæði, vaxtamunarviðskiptin, með því að þessir erlendu fjárfestar þurfi að taka 10 eða 20 prósent af því sem þeir eru að fjárfesta og setja inn á vaxtalausan reikning í Seðlabankanum. Þú getur haft það ein hátt og þú vilt, 90 prósent, og stoppað það“

Gylfi segir þetta tæki hafa verið búið til snemmsumars 2016  og það sé enn til. Hann segir þetta vera almennt vandamál fyrir lítil hagkerfi. Þegar erlend fyrirtæki komi með langtímafjármagn til þess að setja í fyrirtæki og reka sé það jákvætt og ekkert nema gott um það að segja.

En það er mjög lítið um það hér.

„Og ég fer að koma að því, því sem þú vilt að ég segi, en þessar kviku hreyfingar sem koma inn einn daginn og geta allar farið út á morgun, sem lyfta upp krónunni og svo þjóta þær út og krónan hrynur, þær valda usla og þær brengla hagkerfið, eins og fyrir 2008 var krónan svo há að innflutningsverslunin var í mikilli uppsveiflu. Svo hrynur krónan, innflutningsfyrirtækin fara öll á hausinn, og þá eiga útflutningsfyrirtækin að taka við sér. Það verður svo mikil brenglun að maður verður að tempra þetta kvika flæði til þess að geta haft þessa krónu hérna.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Gylfi nefnir að Joseph Stiglitz, hagræðiprófessor og Nóbelsverðlaunahafi, var með fyrirlestur hér á dögunum. „Hann kom 2001, man ég, og skrifaði fyrir Seðlabankann: Hann sagði, þið verðið að tempra þessi flæði, þetta sagði hann 2001.“

En þá var það ekki gert. Það var ekki gert fyrr en allt hafði farið hér fram af bjargbrúninni.

„Einmitt. Þannig að það er hægt að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil ef maður passar upp á þessar fjármagnshreyfingar, þessar kviku fjármagnshreyfingar, kemur í veg fyrir að heimili séu að taka lán í erlendum gjaldmiðlum, fyrirtæki sem eru í krónuhagkerfinu séu ekki að skuldsetja sig í erlendu. Þegar þú hefur þetta – þetta nefnast þjóðhagsvarúðarreglur – þá er hægt að vera með krónuna án þess að allt fari til fjandans eins og það gerði 2008. Og svo plús það að bankarnir verði ekki of stórir,“ segir Gylfi.

„Það er hægt að gera þetta þannig að kerfið brotni ekki en ókosturinn við það er að þessar sveiflur sem þú ert að vísa til valda því að erlend fjárfesting, svona raunveruleg fjárfesting, er mjög lítil og hérna viðgengst fákeppni vegna þess að innlendu fyrirtækin, fákeppnisfyrirtækin, þau hafa ekki raunverulega samkeppni að utan. Krónan er samkeppnishindrun. Þú hefur tryggingastarfsemina, þú hefur bankastarfsemina. Það er alls staðar renta í þessu hagkerfi sem fólk fær. Það er jákvætt þegar renta verður til eins og þegar Apple býr til síma, þá verður til renta af því að þeir eru með besta símann. En það er ekki jákvætt að það sé til renta vegna þess að það er engin samkeppni vegna þess að þú ert í svo lokuðu hagkerfi að enginn vill vera hérna og þú ert með gjaldmiðil sem er svona sveiflukenndur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“
Hide picture