fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Eyjan

Segir of mörg í forsetaframboði og að kynferði þeirra og kynhneigð skipti ekki mestu máli

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 31. mars 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bergvin Oddsson stjórnmálafræðingur hefur ritað grein um komandi forsetakosningar sem birt var á Vísi í morgun. Hann segir of marga vera í framboði og að kosningabaráttan hingað til hafi snúist of mikið um kynhneigð og kynferði frambjóðenda.

Bergvin segir það furðulegt að um 50 manns séu í framboði í landi þar sem rétt yfir 300.000 manns séu á kjörskrá og um 2/3 þeirra kjörgengir í embætti forseta Íslands. Hann minnir á að í hinu fjölmenna ríki Bandaríkjunum séu yfirleitt um 2-3 frambjóðendur í forsetakosningunum sjálfum og að í 1. umferð forsetakosninganna í Finnlandi, fyrr á þessu ári, hafi verið 10 frambjóðendur.

Bergvin minnir í þessu samhengi á að ólíkt því sem áður var þá eigi sú manneskja sem kjörin er forseti Íslands ekki rétt á ákveðnu hlutfalli af launum forseta ævilangt eftir að viðkomandi lætur af embætti, aðeins 6 mánaða biðlaunum. Ólafur Ragnar Grímsson og Vigdís Finnbogadóttir héldu þessum launaréttindum en Guðni Th. Jóhannesson mun ekki fá frekari laun fyrir störf sín sem forseti, 6 mánuðum eftir að hann lætur af embætti:

„Því er ekki lengur um þægilega innivinnu að ræða þegar embættisstörfunum líkur,“ skrifar Bergvin.

Breyta þurfi ýmsu sem snýr að embættinu

Hann veltir því einnig fyrir sér hvort ekki sé ástæða til þess að lengja kjörtímabil forsetans í sex til átta ár í ljósi þess að forsetinn hafi, með nokkrum undantekningum, í gegnum árin yfirleitt setið á friðarstóli:

„Eingöngu til þess að hlífa þjóðinni við þessum samkvæmisleik sem yrði sjaldnar á hverri öld.“

Bergvin tekur undir með öðrum stjórnmálafræðingum sem sagt hafa nauðsynlegt að uppfæra þann fjölda meðmælanda sem stjórnarskráin kveður á um að safna þurfi áður en farið er í forsetaframboð en þessi fjöldi hefur verið óbreyttur frá 1944 þrátt fyrir fjölgun þjóðarinnar síðan þá.

Enn verra sé þó að sá frambjóðandi sem kjörinn sé forseti Íslands þurfi ekki nauðsynlega að hljóta meira en helming greiddra atkvæða til að hljóta embættið:

„Það er umhugsunarvert hvort við sem þjóð viljum sjálf búa þannig um hnútana að komandi forseti og já jafnvel eftirmenn hans verði með jafnvel innan við fjórðung atkvæða á bak við sig eða minna atkvæðamagn. Er slíkur forseti þjóðhöfðingi heillrar þjóðar, hvar er lýðræðið þegar einstaklingur er kosin með svo litlum atkvæðafjölda.“

Í þessu samhengi má minna á að Guðni Th. Jóhannesson, Ólafur Ragnar Grímsson og Vigdís Finnbogadóttir voru öll fyrst kjörin með minna en 50 prósent atkvæða.

Bessastaðir – Bossastaðir

Bergvin segir að lokum að of mikið beri á umræðu um kynferði og kynhneigð frambjóðenda slíkt eigi ekki að skipta máli:

„Margir segja nú að tími sé komin að kona eigi að gegna næst forsetaembættinu. Aðrir segjast ekki vilja sjá homma á Bessastöðum og ef slíkt myndi gerast yrðu Bessastaðir einfaldlega kallaðir Bossastaðir. Á ég sem eyjamaður að segja nú er komin tími til að fá eyjamann á Bessastaði,“ skrifar Bergvin og hvetur til þess að frambærilegasti frambjóðandinn verði fyrir valinu óháð kynferði, kynhneigð og því hvaðan af landinu viðkomandi er.

Grein Bergvins í heild sinni er hægt að finna hér.

 

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir nýja valdablokk í Sjálfstæðisflokknum vilja tafarlausar breytingar

Segir nýja valdablokk í Sjálfstæðisflokknum vilja tafarlausar breytingar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur fer mikinn í að greina átökin innan Sjálfstæðisflokksins – Segir að Þórdís Kolbrún hafi gert stór mistök sem muni reynast henni dýrkeypt

Össur fer mikinn í að greina átökin innan Sjálfstæðisflokksins – Segir að Þórdís Kolbrún hafi gert stór mistök sem muni reynast henni dýrkeypt