fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Eyjan

Fjórða forsetakönnunin – Hvern vilt þú sjá í embætti forseta Íslands á Bessastöðum?

Eyjan
Laugardaginn 30. mars 2024 10:00

Margir eru kallaðir en aðeins einn útvalinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og búist var við er fjör farið að færast í leikana varðandi slaginn um Bessastaði. Flestir eru þó á því að fjörið sé orðið of mikið enda virðist ótrúlegur fjöldi Íslendinga ganga um með þann draum að verða forseti Íslands. Sumir eru meðvitaðir undir feldi eða hreinlega í framboði en síðan voru það þeir sem hentu sér óvart í framboð með smá miðaldra klaufaskap á internetinu.

Sumir eru þó blessunarlega vopnaðir almennri skynsemi og drógu framboð sitt tilbaka eftir að hafa kannað stemminguna. Fremst þar í flokki eru björgunarsveitarmaðurinn Tómas Logi Hallgrímsson, sem lýsti síðan yfir stuðningi við framboð Baldurs Þórhallssonar, og athafnakonan Margrét Friðriksdóttir, sem vill bara einhvern guðrækinn á Bessastaði.

Það er erfitt að henda reiður á hversu margir Íslendingar eru enn í framboði en hér gefst lesendum að kjósa um þá helstu sem og nokkra öfluga einstaklinga sem enn liggja undir kæfandi bjarnarskinninu.

Sjá einnig: Könnun: Hvern myndir þú vilja sjá sem næsta forseta Íslands

Sjá einnig: Taka tvö – Hvern myndir þú vilja sjá sem næsta forseta Íslands?

Sjá einnig: Þriðja forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá á Bessastöðum? – DV

Þetta er fjórða forsetakönnun DV og þó að niðurstöðurnar séu talsvert frá skoðanakönnunum, sérstaklega varðandi þá sem eru í forystusætunum, þá má greina ýmsar vísbendingar í niðurstöðunum. Sérstaklega ættu þeir frambjóðendur sem fá lítið fylgi að taka niðurstöðurnar til sín og mögulega íhuga fordæmi Tómasar og Margrétar.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Íslandsmeistaramótið í frekjukasti

Sigmundur Ernir skrifar: Íslandsmeistaramótið í frekjukasti
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigríður Andersen: Gott að flokkarnir standi sjálfir frammi fyrir skriffinnskunni sem þeir íþyngja atvinnulífinu og almenningi með

Sigríður Andersen: Gott að flokkarnir standi sjálfir frammi fyrir skriffinnskunni sem þeir íþyngja atvinnulífinu og almenningi með
Eyjan
Fyrir 1 viku

Trump vill setja sig í samband við Kim Jong-un – „Hann er klár gæi“

Trump vill setja sig í samband við Kim Jong-un – „Hann er klár gæi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Dugleg þjóð í norðri

Thomas Möller skrifar: Dugleg þjóð í norðri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Starfslið þingflokks Viðreisnar fullmannað

Starfslið þingflokks Viðreisnar fullmannað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Flokk fólksins vera að liðast í sundur – „En við heyrum ærandi þögn frá Viðreisn og Samfylkingu“

Segir Flokk fólksins vera að liðast í sundur – „En við heyrum ærandi þögn frá Viðreisn og Samfylkingu“