fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Þorsteinn Már neitar því ekki að hann taki stundum umræðuna um kvótakerfið og hann sjálfan nærri sér

Eyjan
Fimmtudaginn 28. mars 2024 18:00

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja er nýjasti gestur hlaðvarpsins Þjóðmál. Viðtalið hlýtur að sæta nokkrum tíðindum þar sem lítið hefur borið á Þorsteini í fjölmiðlum undanfarin misseri. Í viðtalinu er farið yfir víðan völl en vart er hægt að segja að hart sé sótt að Þorsteini í viðtalinu sem hefur verið meðal umdeildari manna í íslensku samfélagi um nokkra hríð og erfitt er að neita því að áhrif hans eru talsverð.

Í þættinum er Þorsteinn Már meðal annars spurður um fiskveiðistjórnunarkerfið hér á landi, hið svokallaða kvótakerfi. Eins og margir ættu að vita hefur kerfið reynst afar umdeilt hér landi og er þá ekki síst vísað til þess að kerfið hafi leitt samþjöppunar í eignarhaldi á fiskveiðiheimildum og þess að arður af fiskveiðiauðlindinni sem eigi að heita sameign þjóðarinnar hafi safnast á fárra hendur, þar á meðal á hendur Þorsteins Más. Þorsteinn Már neitar því ekki í þættinum að umræðan um kvótakerfið, þar sem hann kemur oft við sögu, fái stundum á hann en segir það þó ekki beint út.

Hann segist telja að stýring fiskveiði með kvótum sem byggðir séu á ráðgjöf vísindamanna hafi reynst vel. Það sé hægt að deila um hverjir fái að veiða en það gleymist oft að fiskveiðar krefjist mikillar fjárfestingar í veiðum og vinnslu og fyrir sér sé um eina heild að ræða.

Þorsteinn Már er hins vegar ekki spurður um galla kvótakerfisins í þættinum.

Þorsteinn Már segir að fæstir sem stundi sjávarútveg í dag hafi fengið aflaheimildum úthlutað þegar kvótakerfið var tekið upp 1984. Flestir hafi keypt þær eftir að framsal var heimilað 1991.

Hann segir umræðuna um kvótakerfið vera á köflum hundleiðinlega. Hann leggur þó áherslu á að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafi fjárfest mikið í skipum og að sjávarútvegurinn skili miklum skatttekjum í ríkissjóð. Aðspurður hvort hann taki umræðuna um kvótakerfið, sjávarútveginn og hann sjálfan nærri sér svarar hann:

„Já og nei.“

Fer og hittir sjómenn

Þorsteinn Már segist oft reyna að leiða umræðuna hjá sér en það versta sé að oft vanti rök í málflutning þeirra sem gagnrýna kerfið. Umræðan sé á köflum persónugerð og er þá Þorsteinn Már líklega að vísa til umræðu um hann sjálfan:

„Þú verður svona að fara í gegnum það með góðu fólki.“

Þegar hann er spurður nánar út í hvernig hann fari í gegnum það svarar Þorsteinn Már:

„Ætli ég fari ekki bara um borð í skip og hitti sjómennina og fái mér kaffibolla með þeim. Hitta hressa menn oft á tíðum. Hressa og hrausta menn sem eru að berjast við náttúruöflin. Það léttir lundina kannski oft á tíðum.“

Sagði í bjartsýniskasti að Guggan yrði áfram gul

Þáttastjórnandinn, Gísli Freyr Valdórsson, spyr Þorstein Má því næst út í framhaldsþættina Verbúðin þar sem ein persónan er sögð byggð á Þorsteini Má og ekki síst frægum ummælum hans um að ísfirski togarinn Guðbjörg yrði um kyrrt á Ísafirði þegar Samherji keypti skipið en við það var ekki staðið. Mun Þorsteinn Már hafa sagt að Guggan yrði áfram gul en skipið var þekkt fyrir sinn gula lit:

„Það er búið að fjalla oft um þau kaup og ég hef sjálfur ekki verið duglegur við að segja þá sögu. Við kaupum skipið eða útgerð sem stóð illa fjárhagslega. Góðir eigendur sem áttu fyrirtækið. Tóku eins og maður segir stundum áhættu. Afli minnkaði. Þeir tóku sína ákvörðun. Vextir voru gríðarlega háir. … Þetta stóð ekki undir þeim væntingum sem voru þeirra. Ég byrjaði í samstarfi við þessa ágætu menn og það endaði með að þeir gerðust hluthafar í Samherja.“

„Ég kannski í einhverju bjartsýniskasti sagði þessa frægu setningu um skipið að Guðbjörgin yrði gul áfram en sú bjartsýni byggði ekki á rökum hjá mér.“

Þetta hafi verið í eitt af fáum skiptum sem hann hafi skipt sér af útgerð á Vestfjörðum. Ásgeir Guðbjartsson sem var meðal þeirra sem seldi Guðbjörgu til Samherja hafi síðar tjáð sér að fjármunirnir sem hann fékk fyrir að selja hlutabréf sín í Samherja, sem hann eignaðist í kjölfar viðskiptanna, hafi verið nýttir til að kaupa aflaheimildir til Vestfjarða sem hafi verið mun meiri en þær sem tilheyrðu Guðbjörginni þegar hún var seld til Samherja. Vestfirðir hafi því endað með meiri kvóta en var til staðar þegar Guðbjörgin var seld.

„Þetta vilja menn mjög sjaldan ræða,“ segir Þorsteinn.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Klappir og ICR í samstarf

Klappir og ICR í samstarf
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hilmar ræðir um framferði Trumps – „Þetta er ekki skynsamlegt en þetta er skiljanlegt“

Hilmar ræðir um framferði Trumps – „Þetta er ekki skynsamlegt en þetta er skiljanlegt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir oflof Björns Bjarnasonar um feril Bjarna Ben innistæðulaust

Segir oflof Björns Bjarnasonar um feril Bjarna Ben innistæðulaust
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Andspyrnuhreyfingin kraumar af reiði yfir niðurlægingu Dags

Orðið á götunni: Andspyrnuhreyfingin kraumar af reiði yfir niðurlægingu Dags