fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Eyjan

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir: Ævintýraleg gaslýsing að neita að ræða gjaldmiðilinn

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 27. mars 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ævintýraleg gaslýsing að neita að ræða gjaldmiðilinn í landi sem er með mestu og þrálátustu verðbólguna, mestu sveiflurnar og þjakað af fákeppni vegna þess að erlend fyrirtæki vilja ekki koma með starfsemi hingað vegna ótrausts gjaldmiðils. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Eyjan _Thorbjorg_6.mp4
play-sharp-fill

Eyjan _Thorbjorg_6.mp4

„Ég meina, Sjálfstæðisflokkurinn, sem leggur mikla áherslu á það að honum sé best treystandi fyrir efnahagsmálum, hann skilar ríkissjóði í halla, algerlega óháð því hverjar efnahags aðstæður eru. Það var kominn faraldur í fjárlög þessarar ríkisstjórnar löngu fyrir heimsfaraldur. Ríkisfjármálin eru ekki sjálfbær. Það er mikið talað um að aðstæður hér séu svo sérstakar að það kalli á eitthvað annað,“ segir Þorbjörg Sigríður.

Í því samhengi sé alltaf dálítið gaman að horfa á frændur okkar í Færeyjum. Þeirra hagkerfi sé mjög keimlíkt því íslenska. „Þeir eru færri, sjávarútvegurinn er undirstöðuatvinnugrein, ferðaþjónusta í blóma, tölur um hagvöxt – líkindin eru mjög mikil. Þá mætti spyrja hvort svarið leynist bara í Færeyjum.“

Hún segir það stóra ákvörðun að fara inn í Evrópusambandið, rökstyðja þurfi kosti og galla. „Ég hræðist það samtal ekki. Mér finnst mikill ábyrgðarhluti að neita að ræða málið.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Það er einmitt mjög athyglisvert að á dögunum var Stefan Ingves, fyrrverandi seðlabankastjóri Svíþjóðar til sautján ára, í viðtali við Svenska Dagbladet og sagði: Svíar verða að skipta út krónunni fyrir evru, krónan er bara einfaldlega of lítil, hún er of lítilfjörleg, hún má sín einskis. Forstjóri mjög stórs sjóðafyrirtækis í Svíþjóð  sagði erlenda fjárfesta ekki vilja taka áhættuna á að vera með eignir í dönskum krónum, sænskum eða norskum – hann nefndi nú ekki einu sinni þá íslensku.

Þorbjörg Sigríður bendir á að í Svíþjóð búi 10,5 milljónir manna, 26 sinnum fleiri en hér á landi. Samt meti seðlabankastjórinn stöðuna þar með þessum hætti. Þetta hafi áhrif á samkeppnisstöðu. Líka megi líta á hina hlið samkeppninnar: „Hver er samkeppnin á íslenskum bankamarkaði? Hver er samkeppnin á íslenskum tryggingamarkaði? Hvers vegna er það lögmál að vöruverð sé það sem það er á Íslandi? Ísland einkennist fyrst og fremst af orðinu fákeppni. Það er bara ekki þannig að hér sé stríður straumur af fyrirtækjum sem sækjast í það að koma inn í þetta „gamblaraumhverfi“ sem krónan er.“

Hún segir umræðuna um gjaldmiðilinn vera umræðu um lífskjör og lífsgæði. „Mér hefur fundist áhugavert í samhengi við verðbólgu eftir heimsfaraldur, þegar við fylgjumst með fréttum annars staðar í Evrópu og það er verið að tala um „cost of living crisis“ og allur þungi stjórnmálanna fer í að liðsinna almenningi í þessum „cost of living crisis“. Á Íslandi er einhvern veginn samtalið allt annað af því að sveiflurnar eru stöðugar. Þetta kemur kannski inn á það sem ég var að nefna í byrjun, að sveiflurnar í kaupmætti á Íslandi síðustu 20 ár, samanborið við OECD, eru fjórum sinnum meiri..“

Þorbjörg Sigríður segir að þegar þetta gerist hjá öðrum ríkjum sé talað um að bregðast þurfi við krísunni. Viðbrögðin á Íslandi séu ekki þannig. „Ríkisstjórnin er ekki öll að tala um það hver staða heimilanna sé vegna lána. Almenningur verður bara að láta sér lynda að horfa á fundi Seðlabankans um stýrivaxtaákvarðanir eins og um íþróttaviðburð þjóðarinnar sé að ræða. Verðbólgutímabilið er lengra á Íslandi. Verðbólgan fer hærra upp, vextirnir náttúrlega langtum hærri. Íslenski Seðlabankinn var fyrstur til að byrja að hækka vexti núna og verður lengst í því hlutverki og að neita að ræða gjaldmiðilinn í því samhengi er ævintýraleg gaslýsing.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs

Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs
Eyjan
Fyrir 6 dögum

20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla  

20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla  
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að festast í gíslingu ofstækisfólks

Björn Jón skrifar: Að festast í gíslingu ofstækisfólks
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir ráðherrar hafa tekið við embættum – Myndir frá ríkisráðsfundi

Nýir ráðherrar hafa tekið við embættum – Myndir frá ríkisráðsfundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnarskipti á morgun – Viðreisn fær fjóra ráðherra

Orðið á götunni: Ríkisstjórnarskipti á morgun – Viðreisn fær fjóra ráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðreisn fái fjármálaráðuneytið og utanríkismálin – Inga Sæland fylgi hjartanu og taki félagsmálaráðuneytið

Viðreisn fái fjármálaráðuneytið og utanríkismálin – Inga Sæland fylgi hjartanu og taki félagsmálaráðuneytið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Litla saklausa jólabarn

Steinunn Ólína skrifar: Litla saklausa jólabarn
Hide picture