fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir: 10 ára lausung í löggæslu á vakt Sjálfstæðisflokksins

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 23. mars 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sama tíma og milljörðum er bruðlað í að fjölga ráðuneytum út af pólitískri refskák við stjórnarmyndun er löggæslan í landinu fjársvelt. Tómt mál er fyrir nýjan dómsmálaráðherra að tala um aðgerðir gegn skipulegri glæpastarfsemi ef almenna löggæslan er í molum. Þá er heilbrigðiskerfið fjársvelt á meðan helsta verkefni stjórnvalda ætti að vera að tryggja hér lífskjör og lífsgæði þannig að Íslendingar í námi í heilbrigðisgreinum kjósi að koma aftur heim til að starfa hér. Þetta eru eftirsóttustu starfskraftar í heimi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

video
play-sharp-fill

„Þannig hófu þau náttúrlega leika á nýju kjörtímabili eftir að hafa einhvern veginn tekið sér tvo mánuði í að geta sagt upphátt að þau ætluðu sér að starfa áfram. En þau hófu leik á þessu; fjölga ráðuneytum og ráðherrastólum. Ég man ekki hvað var verið að tala um að þetta myndi kosta – tveir milljarðar eða eitthvað svoleiðis, bara á þessu kjörtímabili,“ segir Þorbjörg Sigríður.

Hún segir ótrúlegt að fólk leyfi sér að fara svona með fjármuni á sama tíma og t.d. löggæslan, grunnstoð samfélagsins, sé fjársvelt. Þetta fáist vart rætt á vettvangi þingsins. Hún bendir á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi farið með dómsmálaráðuneytið í 10-11 ár og raunar sé ekkert annað ráðuneyti sem flokkurinn eigi í jafn þéttu sambandi við og einmitt það. Þar hafi þennan tíma verið mikil lausung á ráðuneytinu og rót sem hafi áhrif.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

„Nú er nýr dómsmálaráðherra að tala um það að hún vilji gera betur og hún er að ræða um skipulega glæpastarfsemi og þar þurfi að bregðast við. Án almennrar löggæslu þá er það hjóm eitt að þykjast geta farið í einhverjar slíkar aðgerðir.“

Já, í þessu háskattalandi virðist ekki sem við séum að fá það sem við eigum að fá fyrir alla þessa skatta.

„Að það sé hágæðaþjónusta fyrir háskattana. Það er ekki þannig.“

Nú er enginn að setja út á heilbrigðiskerfið. Kerfið er vanbúið en allir sem hafa þurft að leita ásjár heilbrigðiskerfisins hrósa mannlega þættinum þar.

„Aldeilis. Keppikeflið þar, eða markmiðið þar, er nú líka bara út frá þessum sveiflum sem við erum að tala hérna um, og óstöðugleikanum, að læknar og heilbrigðisstarfsfólk sem er erlendis að læra velji sér það að koma aftur heim. Við verðum að vera samkeppnishæf um lífskjör og lífsgæði. Atvinnumöguleikar lækna og hjúkrunarfræðinga verða að vera fleiri en einn Landspítali. Þetta eru eftirsóttustu starfskraftar heimsins í dag, heilbrigðisstarfsfólk, og það hlýtur að vera markmið stjórnvalda að laða þetta fólk hingað aftur, heim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Í gær

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Í gær

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Eldræður

Óttar Guðmundsson skrifar: Eldræður
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Össur sendir morgunkveðju til „Engeyings“ – „Gáfaðir menn eru oft djúpir húmoristar í tveggja manna tali“

Össur sendir morgunkveðju til „Engeyings“ – „Gáfaðir menn eru oft djúpir húmoristar í tveggja manna tali“
Hide picture