fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Töfrar amfetamíns

Eyjan
Laugardaginn 23. mars 2024 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sjöunda áratug liðinnar aldar sungu The Rolling Stones um róandi lyf í laginu: „Hjálparhella mömmu.“ (Mother´s little helper.) Í textanum tíunda þeir erfiðleika daglegs lífs og þá blessun sem litlar gular róandi pillur séu. Mamma kemst í gegnum daginn fyrir tilstilli lyfjanna en það er reyndar dýru verði keypt.

Lífið hefur ekki orðið auðveldara með árunum. Símvæðing nútímans gerir það að verkum að enginn getur nokkru sinni um frjálst höfuð strokið. Áreitið er gífurlegt frá hendi netmiðla og alls konar upplýsingaveitna. Kröfur til foreldra hafa aukist og lífsgæðakapphlaupið verður sífellt hatrammara. Fólki gengur misjafnlega að halda öllum boltunum á lofti. Þessu aukna álagi fylgir kulnun og örmögnunarþunglyndi.

Í lífskrísu samtímans hafa menn fundið nýja hjálparhellu. Æ fleiri fullorðnir greinast með ADHD svo að lögleg og niðurgreidd amfetamínneysla hefur aukist gífurlega á síðustu árum. Íslendingar nota mörgum sinnum meira af þessum lyfjum en nágrannaþjóðirnar. Þetta forskot á eftir að aukast því að þúsundir eru á biðlistum til að fá greiningu og viðeigandi meðferð (örvandi lyf) og fer stöðugt fjölgandi. Vegna mikillar eftirspurnar seljast þessi lyf endurtekið upp í apótekunum með tilheyrandi fráhvarfseinkennum og svarta markaðsbraski.

Fullorðið fólk með ADHD er orðið helsta viðfang geðlækna. Með amfetamínlyfjum er komin ný hjálparhella mömmu og pabba svo að þau geti hlaupið hraðar í lífsgæðakapphlaupinu og verið duglegri að skutla börnunum. Margir grennast á þessum lyfjum sem er aukabónus. Fólk er því að uppgötva uppá nýtt töfra amfetamíns sem slær við litlu gulu pillunum sem Mick Jagger söng um endur fyrir löngu. Samanlögð reynsla og kunnátta kynslóðanna um skaðsemi þessara efna hefur gufað upp í auglýsingamennsku samtímans. Kannski er einfaldast að blanda þessum lyfjum í drykkjarvatnið svo að sem flestir geti notið lífsins á spítti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Ágúst Borgþór skrifar: Meiri starfslaun, takk!

Ágúst Borgþór skrifar: Meiri starfslaun, takk!
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Meirihluti fyrir málamiðlun um þjóðaratkvæði

Þorsteinn Pálsson skrifar: Meirihluti fyrir málamiðlun um þjóðaratkvæði
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
EyjanFastir pennar
16.11.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Eldræður

Óttar Guðmundsson skrifar: Eldræður
EyjanFastir pennar
14.11.2024

Ágúst Borgþór skrifar: Þórður Snær myndi slaufa Þórði Snæ

Ágúst Borgþór skrifar: Þórður Snær myndi slaufa Þórði Snæ
EyjanFastir pennar
08.11.2024

Steinunn Ólína skrifar: Hvernig getum við skilið heiminn?

Steinunn Ólína skrifar: Hvernig getum við skilið heiminn?
EyjanFastir pennar
07.11.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Eldhúsborðin og umheimurinn

Þorsteinn Pálsson skrifar: Eldhúsborðin og umheimurinn