fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Eyjan

Þorbjörg Sigríður: Seðlabankastjóri er spegill á óstöðugleikann og áhyggjur fólks af því hvað gerist næst

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 22. mars 2024 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér á Íslandi virðist vera sjálfvirkni í því að hækka skatta og búa til nýja hvort sem þörf er á því eða ekki. Sárlega vantar fleiri frjálslyndar raddir á Alþingi sem tala fyrir hófsemi í skattlagningu. Óeðlilegt er að almenningur fylgist með stýrivaxtaákvörðunum Seðlabankans eins og um íþróttakappleik sé að ræða. Einnig er óeðlilegt að vextirnir séu svo háir að íslenska ríkið sem skuldi mjög lítið skuli sligað af hærri vaxtabyrði en ríkissjóðir sem eru miklu skuldsettari. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Eyjan _Thorbjorg_1.mp4
play-sharp-fill

Eyjan _Thorbjorg_1.mp4

Þorbjörgu Sigríði finnst það umhugsunar- og áhyggjuefni hve lítið sé talað um skatta. Ekki svo að skilja að hún vilji bara tala um að lækka eða afnema skatta heldur skipti máli að einhver skynsemi sé í skattlagningu. „Hluti af því að fara vel með fé almennings er að sýna hófsemi þarna. Það vantar fleiri frjálslyndar raddir inn á Alþingi sem tala fyrir því að við skulum vera hófsöm þarna, ekki vera á einhverri „autopilot“ stillingu um að rjúka alltaf í skattlagningu. Varnargarðurinn fyrir Grindvíkinga, það var engin þörf á skattheimtu þar og við studdum hana ekki.

Það er engin þörf á því að Bjarni Benediktsson sé að verja Evrópumeistaratitil ár eftir ár eftir ár um dýrustu bjórkrús Evrópu vegna áfengisskatta og -gjalda. Hann er óskoraður meistari þar og hefur setið í viðtölum um það að hann sé kominn út að ystu mörkum í skattlagningu en finnur alltaf ný. Það eru nokkrar hækkanir síðan og hann virðist eiga mikið inni þar,“ segir hún.

„En síðan er það auðvitað hitt þegar við erum að tala um stöðugleikann, og kannski líka þetta með skattana, sem er hvað almenningur er að fá fyrir skattana. Þar kannski komum við inn á þessa stóru mynd ríkisfjármálanna að íslenskur almenningur, íslensk fyrirtæki, finna auðvitað mjög rækilega fyrir áhrifum vaxtahækkananna núna og þetta er að bíta verulega.“

Já, þegar maður setur þetta í samhengi, þeir sem eru með óverðtryggt lán á breytilegum vöxtum hafa horft á það núna, á þremur, fjórum misserum, að þá meira en tvöfaldaðist greiðslubyrðin af þessum lánum. Þetta er óheilbrigt.

„Þetta er ævintýralega óheilbrigt og hérna má kannski setja þetta í samhengi þess hverjir eru þolendurnir. 2020 og 2021, aldrei fleiri fyrstu kaupendur í sögu þjóðarinnar og þessi lán voru aldrei vinsælli en þá. Fyrstu kaupendur, þeir þekkja ekki þennan íslenska hring og urðu mjög grimmilega úti. En það sem er allt of lítið rætt um, finnst mér,  er að ríkið tekur líka reikninginn af þessu séríslensku aðstæðum, örgjaldmiðlinum sem menn verða að verja með kjafti og klóm. Hvers vegna er það þannig að íslenska ríkið, sem skuldar í samhengi hlutanna ekkert sérstaklega mikið, er að drepa sig á vaxtakostnaði. Þriðji eða fjórði stærsti útgjaldaliðurinn, fjárlagaliðurinn, eru vextir.“

Þorbjörg Sigríður segir að við séum að stilla okkur upp við hlið Grikklands, Ítalíu, og þetta þurfi að ræða. Hún segir að orsök þessa sé gjaldmiðillinn og séríslenskar aðstæður. „Það sem ég er að segja, við horfum á ákvarðanir Seðlabankans eins og þetta séu íþróttaviðburðir þegar verið er að tilkynna um stýrivexti. Í heilbrigðu samfélagi er fólk ekki að horfa á þessa fundi, það veit varla hvað seðlabankastjóri heitir. Þannig á það að vera, og þetta er sagt með allri virðingu fyrir seðlabankastjóra, en hann er auðvitað spegill á þennan óstöðugleika, þessar áhyggjur almennings af því hvað gerist næst.“

Þorbjörg Sigríður ræðir um það hvernig útgjöld þenjist út á toppnum á meðan skorið sé niður í grunnþjónustu ríkisins. Hún ræðir líka um það hvernig menntun virðist hraka hér vegna forgangsröðunar stjórnvalda og fer yfir áhyggjur af því að lítill ávinningur sé hér á landi af því að fara í háskólanám. Einnig ber hún saman aðstæður hér og í Færeyjum, sem virðast blómstra með grjótharðan gjaldmiðil á meðan margir hér á landi haldi því fram að hagkerfið hér sé svo sérstakt að ekkert dugi nema örmyndin íslenska krónan. er þó færeyska hagkerfið mjög svipað því íslenska.

Hlaðvarpið í heild má nálgast hér á Eyjunni í fyrramálið, laugardaginn 23. mars, kl. 8.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK
Hide picture