fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Von á forsetaframboðum í beinni á RÚV í kvöld?

Eyjan
Föstudaginn 22. mars 2024 19:15

Tveir undir feldi mæta í beina útsendingu í Vikuna í kvöld

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn vinsæli, en þó umdeildi, skemmtiþáttur Vikan með Gísla Marteini er á dagskrá í kvöld, eins og aðra föstudaga, en gestalisti þáttarins hefur vakið talsverða athygli í ljósi þess að tveir einstaklingar undir hinum svokallaða feldi mæta í sófann.

Á föstudagsmorgnum birtist yfirleitt tilkynning um gesti þáttarins á samfélagsmiðlum RÚV sem einhverra hluta vegna er sjaldnast tekið fagnandi af fylgjendum stofnunarinnar. Yfirleitt keppast margir þeirra nefnilega við að lýsa því yfir að það sé ekki sjéns að horft verði á þáttinn eða þá að kvartað sé yfir því að það sé alltaf sama fólkið sem mæti.

Það gilti að sjálfsögðu um gesti þáttarins í kvöld en áhugafólk um forsetakosningar rak þar upp stór augu.

Gafst núverandi borgarstjóra vel

Meðal gesta er nefnilega Jón Gnarr, fyrrum borgastjóri, sem lýst hefur því reglulega yfir að hann íhugi alvarlega forsetaframboð. Það hefur orðið til þess að sá orðrómur flýgur nú fjöllum hærra að hann muni jafnvel lýsa yfir framboði í þættinum.

Það er þó ekki óþekkt að þáttur Gísla Marteins sé nýttur til þess en frægt varð þegar sjónvarpsmaðurinn Einar Þorsteinsson stökk í framboð fyrir Framsóknarflokkinn í beinni útsendingu hjá félaga sínum. Gafst það nokkuð vel enda Einar borgarstjóri í dag.

Þá vekur einnig athygli að Halla Hrund Logadóttir, Orkumálastjóri, er meðal gesta hjá Gísla en stuttu eftir að það var tilkynnt birtist frétt á Vísi um að hún lægi einnig undir feld og hefði fengið margar áskoranir um framboð. Spurning er því hvor verði fyrri til í þættinum, Jón eða Halla Hrund að bjóða sig fram!

Hlutleysi kastað á glæ

Látið var að því liggja á sínum tíma að framboð Einars hefði komið RÚV-urum í opna skjöldu á sínum tíma en óvíst er hvernig sú skýring heldur ef af framboði verður í kvöld.

RÚV segist leggja mikla áherslu á hlutleysi þegar kemur að kosningabaráttum en ef svo væri að vinsælasti skemmtiþáttur landsins yrði aftur nýttur sem framboðsstökkpallur fyrir suma þá verður skugga varpað á þær fullyrðingar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sr. Davíð Þór Jónsson: Myndi vilja heimsóknir skólabarna í kirkjur fyrir jól og í moskur á ramadan

Sr. Davíð Þór Jónsson: Myndi vilja heimsóknir skólabarna í kirkjur fyrir jól og í moskur á ramadan
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Baktjaldamakk og hræðsla við landsfund

Orðið á götunni: Baktjaldamakk og hræðsla við landsfund
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Það er engin rómantík í fæðingarsögu frelsarans

Sr. Davíð Þór Jónsson: Það er engin rómantík í fæðingarsögu frelsarans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs

Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir ráðherrar hafa tekið við embættum – Myndir frá ríkisráðsfundi

Nýir ráðherrar hafa tekið við embættum – Myndir frá ríkisráðsfundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir stjórnarsáttmálann rýran og Flokkur fólksins hafi gefið mikið eftir

Segir stjórnarsáttmálann rýran og Flokkur fólksins hafi gefið mikið eftir
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Erfitt fyrir innlenda verslun að keppa við erlenda aðila sem lúta ekki sömu reglum og kröfum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Erfitt fyrir innlenda verslun að keppa við erlenda aðila sem lúta ekki sömu reglum og kröfum
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur