fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Ólafur Arnarson: Mikilmenni sem markaði djúp spor í samfélagið

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 21. mars 2024 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Arnarson minnist Matthíasar Johannessen, skálds og ritstjóra, í Náttfarapistli á Hringbraut í dag. Hann segir að margir telji að með Matthíasi sé horfið af sviðinu eitt þriggja stórmenna síðustu aldar hér á landi. Hinir tveir séu Halldór Kiljan Laxness og Bjarni Benediktsson eldri.

Í Matthíasi sameinuðust með einstökum hætti afkastamikið skáld og ritstjóri Morgunblaðsins í meira en 40 ár, en undir hans forystu varð blaðið stórveldi á íslenskan mælikvarða. Auk þess var Matthías mikill áhrifamaður á bak við tjöldin í Sjálfstæðisflokknum – stjórnmálamaður sem fór aldrei í framboð en naut fyllsta trúnaðar formanna flokksins í hálfa öld og kom þannig á framfæri hugmyndum sínum og skoðunum án þess að það væri opinbert,“ skrifar Ólafur.

Hann segir þá sem þekkt hafi til innviða Morgunblaðsins þann tíma sem Matthías ritstýrði því vita að hann hafi verið helsti hugmyndasmiður blaðsins og á heiðurinn af öllum helstu breytingum sem gerðar voru á blaðinu og gerðu það að yfirburðafjölmiðli hér á landi, með 55 þúsund áskrifendur þegar Mattías lét af störfum um aldamótin. Eftir það hafi allt snúist til verri vegar hjá blaðinu, lestur þess hrunið sem og áskriftir, auk þess sem ríkisbankar hafi þurft að fella niður skuldir þess upp á 10 milljarða. Nú sé útgáfa Morgunblaðsins komin undir náð og miskunn eigenda öflugra sjávarútvegsfyrirtækja.

Ólafur gerir Reykjavíkurbréf Matthíasar, sem fjölluðu jöfnum höndum um menningu, stjórnmál og viðskipti, að umfjöllunarefni. Segir hann Reykjavíkurbréf Matthíasar hafa verið áhrifamikil, snjöll og innihaldsrík, andstætt því sem tíðkast hafi hin síðari ár hnignunar á blaðinu. Þá nefnir hann lykilhlutverkið sem Lesbók Morgunblaðsins lék í menningarumfjöllun í landinu á tíma Matthíasar.

Þá rifjar hann upp að Matthías hafði forystu um að lyfta leyndarhjúpi af ýmsu hjá fyrirtækjum jafnvel skráðum á markað, sem fram til þess höfðu komist upp með að sveipa rekstur sinn og eignarhald leyndarhjúpi. Nefnir hann fyrirtæki eins og Eimskip, Flugleiðir og bankana.

Til viðbótar við merkan og áhrifaríkan feril ritstjórans var Matthías Johannessen afkastamikið skáld í fjölmarga áratugi. Raunar ekki aðeins afkastamikið skáld, því eftir hann liggja gersemar í bundnu og óbundnu máli. Hann sendi frá sér ljóðabækur, skáldsögur, viðtalsbækur, leikrit og hugleiðingar. Skrif hans voru mikil vexti og vöktu jafnan mikla athygli og höfðu áhrif með margvíslegum hætti.

Á engan er hallað þó að sagt sé fullum fetum að þessi andans jöfur hafi verið eitt mesta stórmenni síðustu aldar hér á landi. Nú er hann horfinn sjónum en eftir stendur minning um mikilmenni sem markaði djúp spor í samfélagið.“

Náttfara í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK