fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Forstjóri Kauphallarinnar: Bretland er víti til varnaðar – íslenski skuldabréfamarkaðurinn til fyrirmyndar á heimsvísu

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 13. mars 2024 10:30

Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bretland er víti til varnaðar vegna þess að minnkandi fjárfesting breskra lífeyrissjóða í breskum hlutabréfum hefur veikt mjög hlutabréfamarkaðinn í Bretlandi og ógnar jafnvel bresku fjármögnunarumhverfi og efnahagslífi. Mikilvægt er að skoða stóra samhengið og stíga varlega til jarðar þegar teknar eru ákvarðanir um breytingar á fjárfestingarheimildum íslenskra lífeyrissjóða. Skuldabréfamarkaðurinn hér á landi er til fyrirmyndar á heimsvísu. Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Magnus Hardarson - 6.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Magnus Hardarson - 6.mp4

„Víti til varnaðar sem við höfum bent á er t.d. breski markaðurinn. Það hefur grafið undan honum. Eitt af því er nú Brexit þó að ég ætli ekki a halda því fram að það sé eina ástæðan,“ segir Magnús.

„Greinendur í Bretlandi hafa líka verið að benda á hversu gríðarleg breyting hefur orðið á fjárfestingu breskra lífeyrissjóða í breskum hlutabréfum á síðasta aldarfjórðungi. Hún hefur minnkað alveg gríðarlega og greinendur þar hafa bent á að þetta hafi veikt breska markaðinn alveg gríðarlega. Breskir stjórnmálamenn hafa þar með líka áhyggjur af því að þetta fari að grafa undan bresku efnahagslífi, svo ég vísi nú alltaf í þessu óbeinu áhrif af hlutabréfamarkaðnum, eins og ég var að tala um áðan, á allt fjármögnunarumhverfið í landinu.“

Hann bendir á að við verðum að hafa í huga, þegar velt sé fyrir sér og ákvarðanir teknar um fjárfestingarheimildir lífeyrissjóðanna, hverjar afleiðingarnar geti orðið. „Þetta er ekki alveg einfalt úrlausnarefni og ákvörðun sem við tökum í dag, og finnum ekkert fyrir á morgun, getur haft gríðarleg áhrif árið 2050. Við verðum að stíga varlega til jarðar og skoða stóru myndina. Ég myndi alltaf tala fyrir varfærnum skrefum til breytinga og að menn hugi að langtímaáhrifum jafnt sem skammtímaáhrifum.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Hér hefur gengið vel, þótt hægt hafi farið af stað, að byggja aftur upp hlutabréfamarkað eftir hrunið. Kannski ætti frekar að tala um verðbréfamarkað vegna þess að það er einn mikilvægur eignaflokkur sem heitir skuldabréf.

„Já, gott að þú nefnir það. Ég myndi segja að íslenski skuldabréfamarkaðurinn er að mínu mati, þegar kemur að virkni og gagnsæi, til fyrirmyndar á Evrópu- ef ekki heimsvísu. Hér eru virk og góð viðskipti.“

Og þetta er náttúrlega ekki síður mikilvægur markaður vegna þess að almennt er það nú í gegnum skuldabréfamarkað sem fyrirtæki ná sér í fjármagn.

Nákvæmlega. Út frá ríkisskuldabréfum myndast einhver grunnávöxtunarkrafa. Þarna eru bæði fyrirtæki og sveitarfélög líka og þetta er eignaflokkur sem almenningur á mikið í, ekki kannski beint en töluvert í gegnum sjóði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
Hide picture