fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Magnús Harðarson: Skráning Landsvirkjunar í Kauphöllina myndi styrkja mjög íslenskan fjármögnunarmarkað

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 10. mars 2024 10:30

Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkið, og hið opinbera, gæti styrkt mjög fjármögnunarumhverfið hér á landi með því að skrá stór og sterk opinber fyrirtæki, eins og Landsvirkjun og Orkuveituna í Kauphöllina. Ekki þarf að felast í því að ríkið gefi eftir yfirráð sín í Landsvirkjun og mögulega dygði skráning á 20 prósenta hlut til að efla mjög íslenskan fjármögnunarmarkað. Merkilegt hvað vel hefur tekist að byggja upp Kauphöllina þrátt fyrir litla aðkomu helstu grunnútflutningsatvinnugreina að henni. Vaxtartækifærin eru mikil. Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Magnus Hardarson - 4.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Magnus Hardarson - 4.mp4

Talandi um ríkiseignir, eða opinbera eignir, það eru risafyrirtæki sem eru í opinberri eigu, ég nefni Landsvirkjun …

„Já, já, talandi um heitar kartöflur.“

Já, það er nú heit kartafla, en út frá markaðnum séð þá er ekkert sem mælir gegn því að ríkið ákvæði að láta kannski 10-20 prósent af Landsvirkjun vera í eigu annarra og hafa félagi skráð á markað og láta markaðsviðskipti geta átt sér stað.

„Algerlega. Til þess að skráning fyrirtækis eins og Landsvirkjunar gagnaðist íslenskum fjármögnunarmarkaði eins og ég var að lýsa þá þarf ekki að skrá nema kannski 20 prósent af fyrirtækinu. Ríkið gæti átt 80 prósent og lýst því yfir: Við ætlum að eiga 80 prósent til allrar framtíðar. Ríkið myndi þá bæði geta annars vegar losað um fjármagn og hins vegar styrkt fjármögnunarumhverfið á Íslandi en samt haft tögl og hagldir í fyrirtækinu,“ segir Magnús.

„En svo maður segi það nú bara þá hefur ekki verið vilji til að skrá Landsvirkjun og ég sé það nú svo sem ekkert í kortunum.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

En það eru fleiri orkufyrirtæki, eins og t.d. Orkuveitan sem Reykjavíkurborg á að nær öllu leyti. Það má alveg sjá fyrir sér skráningu, án þess að það sé verið að selja þessi fyrirtæki frá núverandi eigendum.

„Akkúrat. Þarna er nefnilega möguleiki sem mér finnst oft litið fram hjá. Og úr því þú nefnir nú orkuna þá er nú í raun dálítið merkilegt hvað það hefur gengið vel að byggja upp Kauphöllina hér á undanförnum árum í ljósi þess hve lítið af grunnútflutningsatvinnugreinum Íslands eru í Kauphöllinni. Alla vega þessi hefðbundnu. Nú eru fyrirtæki eins og Alvotech að bætast við og auðvitað er Marel mikilvægt útflutningsfyrirtæki, en ef við lítum á þessar klassísku stoðir og sumar sem eru nýkomnar inn; sjávarútveginn, ferðaþjónustuna og orkuna, þá er ekki mikið af slíkum fyrirtækjum í Kauphöllinni þannig að maður sér alveg fyrir sér mikil vaxtartækifæri þegar þessir geirar leita meira inn í Kauphöllina og, ólíkt orkunni, þá sé ég alveg fram á það að ferðaþjónustan og sjávarútvegurinn komi í auknum mæli.“

Sjávarútvegurinn er náttúrlega farinn að koma inn í Kauphöllina.

„Já, þetta eru orðin svo vegleg fyrirtæki. Tökum bara eins og Ísfélagið, Síldarvinnsluna og Brim, þetta eru bara með veglegustu fyrirtækjum í Kauphöllinni og þó að við teljum ekki nema þrjú fyrirtæki þá eru þetta fyrirtæki sem í áranna rás hafa tekið yfir önnur fyrirtæki, sem voru kannski skráð hér í eina tíð, og vaxið svo bara af sjálfsdáðum. Þannig að þó að félögin séu ekki nema þrjú þá hefur sjávarútvegurinn komið af töluverðum krafti inn í Kauphöllina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
Hide picture