fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Eyjan

Gylfi Zoëga: Eins og að keyra bíl en sjá ekkert út um framrúðuna – bremsan virkar eftir 12 mánuði

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 1. mars 2024 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að vera í peningastefnunefnd er eins og að vera að keyra bíl en maður sér ekki það sem maður er að keyra fram hjá fyrr en eftir að maður er kominn fram hjá og ef maur stígur á bremsuna líða 12 mánuðir áður en bíllinn bremsar. Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands og fyrrverandi nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, rifjar það upp þegar sóttvarnalæknir var kallaður á fund peningastefnunefndarinnar til að upplýsa hvenær von væri á bóluefni gegn Covid. Gylfi er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markadurinn - Gylfi Zoega - 1.mp4
play-sharp-fill

Markadurinn - Gylfi Zoega - 1.mp4

„Þú horfir alltaf fram í tímann og það er tvennt sem gerir þetta flókið og þess vegna kemur dómgreind inn í spilið. Annars vegar er er það svo að það er mikil óvissa, ekki bara um framtíðina heldur líka um nútíðina. Við fáum ekki hagtölurnar fyrr en svo seint. Núna á morgun koma þjóðhagsreikningar fyrir 2023, og það eru bara fyrstu tölur. Þannig að það er fyrst á morgun sem við vitum hvernig þessi ársfjórðungur fór og svo koma endurskoðaðar tölur seinna,“ segir Gylfi.

„Það er sem sagt takmarkaðar upplýsingar um það hvernig hlutirnir eru í dag, hvað þá hvernig þetta verður eftir eitt ár eða tvö.“

Gylfi segir gríðarlega óvissu vera varðandi allar þessar stærðir, en hún sé mismikil. Stundum sé hún meiri og stundum minni, en alltaf sé óvissa.

„Til þess að gera þetta enn flóknara, og það sem gerir þetta starf skemmtilegt að vera í þessari nefnd, þú situr í svona lokuðu herbergi og þú þarft að sjá fyrir viðbrögð allra í hagkerfinu. Það eru aðilar vinnumarkaðarins, hvað eru þeir að gera, hvernig munu þeir bregðast við ekki bara ákvörðuninni heldur líka fundargerðinni, tilkynningunni og öllu saman, og stjórnmálin – hvernig munu þau bregðast við, markaðirnir. Þú ert með allt undir. Og svo útlönd í ofanálag, þau hafa áhrif. Þetta er svona eins og að spila póker.“

Gylfi segir markmiðið vera þjóðarhag, að verðbólgan sé stöðug í 2,5 prósentum. „En af því að maður er að horfa fram í tímann og vegna þess að það var óvissa – það er annars vegar leikjafræðin og hins vegar óvissan – og vegna óvissunnar eru alltaf tekin þessi litlu skref því ef maður gerir mistök og maður hefur hækkað um 25 punkta og það voru mistök þá er auðveldara að vinda ofan af því og líka hafa mistökin ekki eins slæm áhrif eins og ef maður fer 100 punkta. Þeim mun meiri sem óvissan er þeim mun fleiri lítil skref – eins og þegar við vorum að hækka vexti þegar var vona bóluefninu við Covid – mig minnir að það hafi verið haustið 2021 sem við áttum von á bóluefninu og þá færi eftirspurnin í gang, við þurftum að vita hvenær það gerðist,“ segir Gylfi.

„Það var í eina skiptið, vonandi í eina skiptið, í sögunni sem við fengum sóttvarnalækni inn á fund hjá peningastefnunefnd. Við þurftum að láta hann segja okkur: Er það í febrúar eða mars?“

Gylfi segir að þótt Seðlabankinn hafi farið svona langt niður með vextina í Covid hafi hann verið fyrsti bankinn til að hækka vexti sumarið 2021. „Það tók bara enginn eftir því, við erum svo lítil.“

Já, við tókum eftir því hér innanlands.

„Það voru 25 punktar og svo komu mjög mörg lítil skref upp því þá var verið að normalisera vextina. Þeir fóru niður í 0,75 prósent en það var bara í hálft ár sem þeir voru svona lágir, svo fóru þeir upp aftur.

En eitt vandamálið sem peningastefnunefnd stendur frammi fyrir er að þú breytir vöxtum i dag sen svo sérðu áhrifin eftir 12 mánuði eða 18 mánuði.

„Einmitt. Þetta er eins og þú værir að keyra bíl og þú sérð ekki út um rúðuna fyrr en þú ert kominn fram hjá því sem þú varst að keyra fram hjá og ef þú stígur á bremsuna þá tekur það 12 mánuði að bremsa. Þú getur ímyndað þér hvort það sé ekki auðvelt að gera mistök.“

Gylfi ræðir við Ólaf m.a. um það hvort mikilvægt sé að hafa jákvæða raunvexti, áhrif vaxtahækkana á greiðslubyrði almennings. Hann fjallar um það hversu ótrúlegt það er í þessu mikla vaxtasveiflulandi að vaxtakostnaðurinn kemur beint inn á húsnæðisliðinn í vísitölu neysluverðs. Gylfi veltir fyrir sér hvernig hægt sé að komast út úr þessu mikla sveifluumhverfi sem við erum í og ræðir m.a. um upptöku evru og aðild Íslands að Evrópusambandinu. Hann segir að hagkerfið sjálft eigi ekki að búa til vandamálin hjá fólki, óboðlegt sé að bjóða fólki upp á þetta ástand.

Hlaðvarpið í heild verður aðgengilegt hér á Eyjunni í fyrramálið, laugardaginn 2. mars. kl. 8.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK
Hide picture