fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Segir ótækt að einkavæða meira í heilbrigðiskerfinu – Nýtist aðeins efnafólki

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 8. febrúar 2024 10:30

Bjarni segir þjóðarsátt um almenna heilbrigðiskerfið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna og formaður umhverfis og samgöngunefndar Alþingis, segir ótækt að ráðist í frekari útvistun verkefna í almenna heilbrigðiskerfinu til einkaaðila. Það er án þess að teknar séu stefnumarkandi ákvarðanir um framtíð kerfisins og hvernig tryggt verði að allir landsmenn búi við þau mannréttindi að eiga sama aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu óháð stöðu, búsetu og efnahag.

Þetta segir hann í aðsendri grein á Vísi í dag.

„Það er ekki þjóðarvilji fyrir því að einkavæða íslenska heilbrigðiskerfið,“ segir Bjarni. „Sú vegferð sem ýmis stjórnmálaöfl sem nú fara mikinn tala fyrir, að útvista í ríkara mæli aðgerðum til einkaaðila mun aðeins auka kostnað sjúklinga, kostnað ríkisins af rekstri heilbrigðiskerfisins og mönnunarvandann á okkar helstu sjúkrastofnunum.“

Tryggja verði öflugt opinbert heilbrigðiskerfi til lengri tíma. Um það sé þjóðarsátt. Engum hugnist að hér verði byggt upp nýtt kerfi byggt á einkavæðingu heilbrigðisþjónustu. Aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu séu mannréttindi sem standa verði vörð um.

Versnandi búsetuskilyrði

Þá nefnir hann að gott aðgengi heilbrigðisþjónustu sé grundvöllur fyrir traustum búsetuskilyrðum og fjölskylduvænu samfélagi á landsbyggðinni.

„Ein grundvallarforsenda búsetuöryggis er öruggt aðgengi að opinberri heilbrigðisþjónustu. Íbúar á öllu landinu verða að geta sótt heilbrigðisþjónustu nálægt sínum heimahögum,“ segir Bjarni.

Þetta sé hins vegar ekki tryggt í dag. Of margir staðir á landinu búi ekki við örugga læknisþjónustu og stöðuga viðveru lækna og hjúkrunarfræðinga til að geta brugðist strax við þegar koma upp alvarleg veikindi eða slys.

„Á undanförnum árum hefur flóknari aðgerðum og sérfræðiþjónustu verið hagrætt í burtu af landsbyggðinni og til Reykjavíkur. Á móti átti að fjölga komum sérfræðilækna út á heilsugæslustöðvarnar um landið til að geta sinnt hluta þeirrar þjónustu áfram í heimabyggð. Það hefur ekki gengið eftir,“ segir Bjarni. „Fólk af landsbyggðinni þarf nú í síauknum mæli að sækja sérfræðiþjónustu til Reykjavíkur með þeim kostnaði, fyrirhöfn og áhættu sem því fylgir. Landsbyggðin fær nú sérgreinalækna sjaldnar í heimabyggð og biðlistar lengjast.“

Dýrar aðgerðir í einkageiranum

Einnig nefnir hann biðlista almennt og að það sé áhyggjuefni hversu langir þeir eru. Fólk standi frammi fyrir því að þurfa að leggja út í mikinn kostnað til að komast í aðgerðir utan hins almenna heilbrigðiskerfis.

„Án aðkomu hins opinbera mun framboð á aðgerðum innan einkageirans því frekar nýtast efnafólki og verða þeim auðveldara sem styttra eiga að sækja þjónustuna, og ekki reynast sú blessun sem einhverjir horfa til,“ segir Bjarni. „Margir óttast, ekki síst stjórn­end­ur rík­is­rek­inna sjúkra­húsa, læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk, að samhliða aukinni útvistun læknisaðgerða til einkaaðila muni Landspítalinn og aðrar heilbrigðisstofnanir missa frá sér starfsfólk. Okkar helstu stofnanir búa nú þegar við alvarlegan mönnunarvanda.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Í gær

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Eldri kírópraktorstöð Gumma Kíró úrskurðuð gjaldþrota

Eldri kírópraktorstöð Gumma Kíró úrskurðuð gjaldþrota
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund