fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Orðið á götunni: Andstæðingar Vinstri grænna vilja Katrínu í forsetaframboð

Eyjan
Þriðjudaginn 6. febrúar 2024 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að þeir sem helst hafi áhuga á að Katrín Jakobsdóttir bjóði sig fram í komandi forsetakosningum séu einkum þeir sem vilja sjá flokk hennar, Vinstri græna, deyja drottni sínum og hverfa af sviði íslenskra stjórnmálaflokka. Víst er að fari Katrín í framboð er enginn til að taka við forystu í flokknum. Litið var svo á að sjálfgefið væri að Svandís Svavarsdóttir tæki við af Katrínu en nú vill svo illa til að Svandís er að berjast við sjúkdóm og verður frá stjórnmálastarfi alla vega á næstunni.

Vandi Katrínar er sá að flokkurinn er í mikilli kreppu. Fylgið hefur hrunið af honum jafnt og þétt og samkvæmt nýjustu könnun Gallups fengi hann aðeins 5,5 prósenta stuðning og gæti því hæglega fallið út af þingi. Formaður flokks sem þannig er komið fyrir getur varla stigið frá borði. Það þætti alla vega ómerkilegt og ekki bera vott um annað en eiginhagsmunapot. Teldi Katrín sig þess umkomna að skilja flokk sinn eftir í sárum væri hún ekki trúverður leiðtogi þjóðarinnar í forsetakosningum. Í kosningabaráttu hlytu andstæðingar að nýta sér það til fulls.

Orðið á götunni er að persónulegur metnaður Katrínar sé ótakmarkaður og hún hafi lengi haft augastað á Bessastöðum. Katrín nýtur sín vel í meðbyr en er ekki talin sterk þegar gefur á bátinn líkt og nú er raunin. Þó að hún reyni að brosa í sjónvarpsviðtölum má glöggt greina að henni líður ekki vel og hún er ekki talin hafa mikla burði til að brjótast áfram út úr vondri stöðu. Henni var lýst þannig að hún sé dæmigert ljón í friði en hjörtur í orrustu.

Orðið á götunni er að andstæðingar Vinstri grænna séu sannfærðir um að brottför Katrínar úr formannsstóli flokksins myndi snarlega ganga frá flokknum. Flokkurinn hefur ekki á að skipa hæfu fólki til að taka við af henni eins og staðan er núna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna, hefur enga burði til að taka við af Katrínu. Því er líklegt að reyndasti þingmaðurinn, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, yrði kölluð til og tæki við keflinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?