fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Ólga í Skorradal vegna sameiningarmála og vanhæfisásakanir ganga á víxl

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 27. febrúar 2024 18:30

Mikil átök eru í Skorradalshreppi vegna hugsanlegrar sameiningar við Borgarbyggð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hreppsnefndarfundur Skorradalshrepps fyrir tæpri viku síðan var vægast sagt líflegur þegar kom að því að ræða sameiningarmál. Tveir fulltrúar voru sakaðir um að vera vanhæfir í málinu.

Nokkur hiti hefur verið í sveitinni eftir að meirihluti hreppsnefndar tilkynnti að óformlegar sameiningarviðræður við Borgarbyggð.

Í Borgarbyggð búa um 4.300 manns en í Skorradalshreppi um 60. Líklegt þykir því að ef af sameiningu verður muni hreppurinn „ganga inn“ í Borgarbyggð.

Höfnuðu fundi án milliliða

Á fundinum, þann 21. febrúar, var lagt fram erindi frá Huldu Guðmundsdóttur, skógarbónda á Fitjum, fyrir hönd 12 íbúa þar sem lagt er til að hreppsnefnd aðhafist ekkert frekar í sameiningarmálum á þessu kjörtímabili. Einnig að haldinn verði opinn íbúafundur um framtíð hreppsins án milliliða. Hreppsnefnd hélt íbúafund þann 29. janúar í Brún í Bæjarsveit með KPMG sem sér um viðræðurnar. Verkefnahópur um óformlegar sameiningarviðræður hefur boðað annan á morgun, 28. febrúar, á sama stað.

Meirihluti hreppsnefndar hafnaði erindi íbúanna. En það eru oddvitinn Jón E. Einarsson, Guðný Elíasdóttir og Kristín Jónsdóttir. Nefndarmennirnir Pétur Davíðsson og Óli Rúnar Ástþórsson studdu erindið.

Óli lýsti furðu sinni að ekki væri hlustað á íbúa. Það væru einnig fleiri en undirritaðir sem styddu tillöguna. „Þar af leiðindi er full ástæða fyrir sveitarfélagið að kanna hug íbúanna áður en verður farið lengra í sameiningarviðræðum,“ lét hann bóka.

Í desember greindi DV frá því að 22 íbúar hefðu krafist íbúafundar vegna sameiningarmála.

Starfsmaður Borgarbyggðar

Þá tóku við vanæfismálin. Meirihlutinn samþykkti að tilnefna Jón og Guðnýju í samninganefnd fyrir hönd hreppsins en hvort sveitarfélag þarf að tilnefna tvo fulltrúa. Pétur og Óli töldu hins vegar Guðnýju vanhæfa í ljósi þess að hún væri einn af þremur sviðsstjórum Borgarbyggðar.

Sjá einnig:

Telja sameiningarmál ganga allt of hratt og vilja íbúafund strax – Búið að útlista allt ferlið

„… skapar það efasemdir um að viljaafstaða hennar mótist eða líti út fyrir að mótast af þeirri stöðu en ekki eingöngu af eigin sannfæringu eða hagsmunum Skorradalshrepps,“ sagði í bókun þeirra og fóru þeir fram á að málið yrði kært til Innviðaráðuneytisins. Ætti ráðuneytið að úrskurða um hæfi allra hreppsnefndar fulltrúa.

Hafi lýst andstöðu sinni í orðum og gjörðum

Þá lét Guðný bóka að hún teldi Pétur vanhæfan til þess að fjalla um sameiningarmál sveitarfélaganna tveggja í ljósi þess að hann hafi sýnt mikla andstöðu við ferlið í orðum og gjörðum í gegnum árin. Einnig að hann hefði mikinn ávinning af sveitarfélaginu Skorradalshreppi, bæði í launagreiðslum og greiðslum sveitarfélagsins á hagsmunaverkefnum.

Svaraði Pétur því að hann hefði lagt til valkostagreiningu á sameiningarmöguleikum, ekki aðeins við Borgarbyggð heldur Akraneskaupstað og Hvalfjarðarsveit einnig. Meirihlutinn hafi hafnað því.

„Launagreiðslur til undirritaðs á s.l. árum eru einungis vegna nefndarstarfa samkvæmt samþykkt sveitarfélagsins og greiðslur samkvæmt verktakasamningi við félag undirritaðs um vinnu fyrir sveitarfélagið. Sú vinna r unnin er að beiðni oddvita og/eða sveitarstjórnar,“ bókaði Pétur.

Þá benti meirihlutinn minnihlutanum á að öllum væri heimilt að leggja fram kærur eða kvartanir til Innviðaráðuneytisins. En sveitarfélagið myndi ekki borga kostnaðinn við kæruferlið né fresta óformlegum sameiningarviðræðum þar til niðurstaða fengist.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”