fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Ágústa Johnson: Íslendingar ein feitasta þjóð í heimi þrátt fyrir að vera hvað duglegastir að mæta í ræktina

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 26. febrúar 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar eru með duglegustu þjóðum að mæta í ræktina en á sama tíma erum við ein feitasta þjóð í heimi. Við mætum í ræktina mun betur en Norðmenn og Svíar sem samt eru miklu betur á sig komnir en við. Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, segir stöðina leggja áherslu á hátt þjónustustig og heildræna heilsu fremur en að vara með margar starfstöðvar í gangi. Ágústa er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Ágústa Johnson  - 4.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Ágústa Johnson - 4.mp4

Ágústa segir Hreyfingu hafa verið starfstöðvar á Akureyri um skamma hríð og í Grafarvogi á árum áður en áhugasvið fólks í Hreyfingu liggi fyrst og fremst í því að vera með góða stöð með háu þjónustustigi með áherslu á heildræna heilsu og með einni stöð hafi fyrirtækið verið í vexti ár frá ári með því að útvíkka þjónustuna.

„Við erum náttúrlega með Spa sem hefur verið mjög vaxandi hjá okkur, og þjónustan þar, og síðan með mikið af námskeiðum sem við leggjum áherslu á fólk til að „koma sér af stað“. Það getur verið þægilegra í lokuðum hópi þar sem fólk getur verið í samskiptum við þjálfarann og komið sér í gang. Þetta hefur verið gríðarlega vel sótt hjá okkur í gegnum öll árin og ekkert lát þar á,“ segir Ágústa.

„Þetta er svolítið ólíkur bransi að reka heilsurækt sem svona klúbb samanborið við það að fara út í það að vera bara að opna stöðvar. Þar ertu bara í allt öðrum verkefnum. Þá þarf að leita að húsnæði og ráða starfsfólk og þess háttar og það hefur ekki verið mitt áhugasvið,“

En það er pláss fyrir hvort tveggja á þessum markaði?

„Já, Já, algerlega. Þessi bransi er bara vaxandi og gríðarleg tækifæri á þessum markaði, myndi ég segja.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Gleymum Covid, horfum einhver 10-15 ár aftur í tímann. Hlutfall íbúa landsins sem stunda skipulega líkamsrækt á líkamsræktarstöðvum, þetta hlutfall fer hækkandi, er það ekki?

„Jú. Ég hef ekki beinharðar tölur um hversu mikið það fer hækkandi, en það er mín tilfinning, hafandi verið í þessum geira mjög lengi. En það er áhugavert þegar maður skoðar tölur á heimsvísu. Þar erum við á Íslandi bara með þeim hæstu – hlutfall íbúa landsins sem stunda heilsurækt á líkamsræktarstöð er bara með því hæsta sem gerist í heiminum. Síðustu tölur sem ég sá sýndu að við vorum hærri en t.d. Kalifornía þar sem er nú mikil áhersla á heilsurækt,“ segir Ágústa.

„Samkvæmt tölum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni erum við samt ekki í góðum málum því að við erum ein feitasta þjóð í heimi. Til samanburðar eru t.d. Norðmenn og Svíar miklu betur á sig komnir heldur en við en eru samt ekki eins duglegir að mæta á heilsuræktarstöðvarnar. Kannski er veðrið skaplegra þar þannig að þeir séu meira í fjallgöngum og slíku. En, það er alla vega jákvætt hvað hlutfallið er hátt hér á Íslandi en svo sannarlega eru óteljandi tækifæri og mikið verk að vinna hvað varðar lýðheilsu á Íslandi“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”
Hide picture