fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Samstarfsfólk Guðna styður hann til formennsku í KSÍ

Eyjan
Laugardaginn 24. febrúar 2024 13:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samstarfsfólk Guðna Bergssonar á lögmannsstofu hans í Lágmúla 7 í Reykjavík hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er fullum stuðningi við framboð Guðna til formennsku í KSÍ, en kosning fer fram síðar í dag.

Yfirlýsingin birtist m.a. á facebook síðu Ástu Magnúsdóttur, samstarfskonu Guðna. Þar stendur m.a.: „Betri mann í samstarfi og samskiptum er ekki hægt a hugsa sér, kemur fram við fólk af kurteisi og virðingu, léttur og skemmtilegur.“

Samstarfsfólk hans segir erfitt að sitja undir því að fólk sem ekki þekki Guðna felli dóma um hann út frá einu fjölmiðlaviðtali þar sem hann hafi fjallað um viðkvæmt mál og nálgun hans hafi byggst á því að virða forræði málsaðila og virða trúnað sem hann hafði heitið.

Fyrir okkur, sem þekkjum Guðna og hans mannkosti, er erfitt að sitja þegjandi undir því þegar fólk sem þekkir hann ekki telur sér fært að dæma persónu hans og viðhorf út frá einu fjölmiðlaviðtali. Í þessu viðtali var fjallað um viðkvæm málefni sem Guðni kaus að nálgast eins og lögmaður, þ.e. virða forræði málsaðila og trúnað sem hann hafði heitið.“

Samstarfsfólkið lýsir þeirri fullvissu sinni að Guðni bjóði fram krafta sína til starfa í knattspyrnuhreyfingunni fullur áhuga og einlægni, reynslunni ríkari.

Mikil, harka hefur færst í kosningabaráttuna innan KSÍ og virðast sumir frambjóðendur beita ýmsum meðulum til að koma höggi á mótherja sína. Eyjan hefur í vikunni fjallað um kosningabaráttuna og þær aðferðir sem beitt er, sjá hér og hér.

Kosning formanns KSÍ fer fram í Framheimilinu um kl. 17 í dag.

Hér að neðan má sjá stuðningsyfirlýsinguna við Guðna á facebook síðu Ástu Magnúsdóttur. Um hádegið höfðu vel á annað hundrað manns líkað við hana:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“