fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
EyjanFastir pennar

Steinunn Ólína skrifar: Mannkynið gegn alræðinu

Eyjan
Föstudaginn 23. febrúar 2024 06:00

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Mynd: Kári Sverrisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Réttarhöldum yfir blaðamanninum Julian Assange er lokið og nú bíðum við niðurstöðu dómara. Julian hefur setið í fangelsi í Bretlandi í fimm ár, án þess að hafa þar í landi hlotið dóm. Ef hann verður framseldur til Bandaríkjanna mun hann þar fangelsaður deyja, hægum og kvalafullum dauða. Pútín drap Navalni, það er vísast staðreynd, en verði Assange ekki náðaður, þá er það líka staðreynd að hann verður drepinn af Bandaríkjamönnum með fulltingi Breta.

Ef þetta verður niðurstaða réttarhaldanna er það sorgardagur fyrir mannkynið allt. Því þetta snýst ekki ,,bara um eitt mannslíf“ heldur er þetta bein aðför að störfum blaðamanna, málfrelsinu, lýðræðinu og sjálfum sannleikanum.

Julian er blaðamaður og var að vinna vinnuna sína – hann afhjúpaði stríðsglæpi Bandaríkjamanna Í Írak og Afganistan og fyrir það var hann fangelsaður. Ef hann verður framseldur, fyrir að koma á framfæri upplýsingum sem varða allan heiminn, er það ljóst að hægt er að ljúga hverju sem er og engir verða eftirmálarnir. Segirðu hins vegar satt og það komi einhverjum illa, þá er út um þig.

Við eigum nú þegar í fullu fangi með að fá botn í nokkurn skapaðan hlut. Á Íslandi, eins og víða annars staðar, eru flestir ef ekki allir fjölmiðlar með pólitísk hagsmunatengsl og áherslur þeirra litaðar af því. Fréttatímar stærstu sjónvarpsstöðvanna tveggja eru stuttir, ófullnægjandi, og því eru upplýsingar til almennings á Íslandi, hvað þeirra almannahagi varðar, óviðunandi.

Það er ekki við íslenska fréttamenn sjónvarpsstöðvanna RÚV og Stöð 2 að sakast, þetta er einfaldlega það vinnuumhverfi sem þeim er boðið. Knöpp fréttamennska af þessu tagi er meðvituð leið til að koma í veg fyrir að fólk skilji, fái áhuga á, og það sem sem verst er, næga vitneskju til að geta varið sig og hagsmuni sína. Ein lítil fréttastöð, Samstöðin, heldur úti frétta- og umræðuþáttum þar sem mál eru skeggrædd í lengd og breidd. Samstöðin er rekin með frjálsum framlögum, lítt auglýst en þar er hægt að sækja sér margvíslegar upplýsingar sem varða okkur. Ég mæli með því að fólk kynni sér efni stöðvarinnar, fordómalaust. Það gæti komið einhverjum á óvart hvað þar er að finna.

Ég heyri fleira og fleira fólk tala um að það hafi ekki áhuga á stjórnmálum, það nenni ekki að fylgjast með fréttum og þar fram eftir götunum. Þarna er hann, doðinn, sem stjórnvöldum alls staðar í veröldinni líkar svo vel. Að fylgjast með stjórnmálum er nauðsynlegt því við búum saman í samfélagi og stjórnmál hafa bókstaflega áhrif á allt okkar líf. Ekki verða doðanum að bráð.

Kannski væri ráð að við tækjum okkur til og héldum borgarafundi, reglulega, eins og Grindvíkingar á dögunum, þar sem við gætum kallað til okkar fólk sem getur skýrt út á mannamáli og í næði það sem á öllum brennur.  Ekki tala Alþingismenn á þann hátt í fjölmiðlum að allir skilji, og margir reyndar vísvitandi á þann hátt að enginn skilur.

Alþingi læsir að sér með löggæslu og stálhliðum ef almenningur, sem hefur kosið þing til starfa, vill ná eyrum þess. Alþingi sem hræðist kjósendur sína hefur augljóslega villst af leið og vinnur ekki fyrir kjósendur, heldur fyrir einhverja allt aðra. Hverja?

Það er held ég útséð með það að á Íslandi verði byggð sú samtalsbrú á milli almennings og Alþingis sem þyrfti að vera til staðar. Þar mun glæsilegur sigur Samfylkingar í næstu kosningum engu um breyta. Prófið hangir uppi og er frumvarp dómsmálaráðherra til laga um lokað búsetuúrræði. Þeir þingflokkar sem gera ekki alvarlegar athugasemdir við frumvarp þetta, velja að sitja hjá eða eða muldra í barminn, eru ekki að fara að vinna að réttlætismálum fyrir nokkra lifandi manneskju. Það getið þið verið viss um.

Frumvarpið er illa skrifað, löðrandi í þversögnum og mun samþykkt veita heimildir til ómannúðlegra aðgerða í trássi við Evrópuréttar- og mannréttindalög. Lesið plaggið og dæmið sjálf! Ef frumvarpið fer í gegn óbreytt, þá er frelsi hins almenna borgara á Íslandi sennilegast líka í verulegri hættu. Það er ekki erfitt að gera sér í hugarlund hvað þessu ágæta fólki dettur í hug að gera ef almenningur vaknar af doðanum og reynir að grípa til frekari varna fyrir sig og landið.

Svona hallast það um allar jarðir og ásetningurinn skýr – að gera almenna borgara valdalausa. Heimurinn stefnir í átt að alræðisstjórn þar sem ríkisstjórnir landa eru bara hjákátlegar sveitastjórnir, sem verða æ hrokafyllri í garð almennings vegna smæðar sinnar gagnvart alræðinu. Við getum gleymt vinstri og hægri. Nú er það mannkynið gegn alræðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Að trúa á hæpið er hæpið

Steinunn Ólína skrifar: Að trúa á hæpið er hæpið
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Lögmál um fylgisfall stjórnarflokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Lögmál um fylgisfall stjórnarflokka
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Nótt hinna löngu hnífa

Óttar Guðmundsson skrifar: Nótt hinna löngu hnífa
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Steinunn Ólína skrifar og talar: Þetta er svo stórkostlega flott plan!

Steinunn Ólína skrifar og talar: Þetta er svo stórkostlega flott plan!
EyjanFastir pennar
18.10.2024

Steinunn Ólína skrifar og talar: Loftlausir hoppubelgir

Steinunn Ólína skrifar og talar: Loftlausir hoppubelgir
EyjanFastir pennar
17.10.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Besta ákvörðunin

Þorsteinn Pálsson skrifar: Besta ákvörðunin
EyjanFastir pennar
11.10.2024

Steinunn Ólína skrifar (og talar í mynd): Sameinumst – hjálpum þeim

Steinunn Ólína skrifar (og talar í mynd): Sameinumst – hjálpum þeim
EyjanFastir pennar
10.10.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Fyrstu framvirku stjórnarslitin

Þorsteinn Pálsson skrifar: Fyrstu framvirku stjórnarslitin