fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Er viss um að Katrín sé ánægð með Trump

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 23. febrúar 2024 19:30

Myndin er samsett. Mynd af Katrínu Jakobsdóttur: Fréttablaðið/Stefán

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gabríel Ingimarsson, formaður Uppreisnar sem er ungliðahreyfing Viðreisnar ritar aðsenda grein á Vísi. Þar segist hann viss um að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sé ánægð með nýleg ummæli Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og núverandi forsetaframbjóðanda, um Atlantshafsbandalagið (NATO).

Gabríel rifjar upp að Trump sagði nýlega að yrði hann kjörinn forseti á ný myndi hann sjá til þess að Bandaríkin kæmu þeim aðildarríkjum NATO sem greiddu ekki næga fjármuni til varnarmála ekki til hjálpar yrði á þau ráðist og hann myndi beinlínis hvetja Rússland til að ráðast á þessi ríki.

Gabríel segir ummælin til marks um að Trump ætli sér að grafa undan bandalaginu sem Ísland treysti alfarið á vegna varna sinna.

„Það er því mikið öryggismál fyrir okkur sem þjóð að geta stólað á það. Langstærstur hluti þjóðarinnar eru hlynnt aðild Íslands að bandalaginu.“

Í skoðanakönnun Maskínu árið 2022 sögðust 70 prósent svarenda styðja aðild Íslands að NATO.

Gabríel segir hins vegar að íslenskir hernaðarandstæðingar og Katrín og flokkur hennar, Vinsti grænir, séu ekki sammála því og séu ánægð með tilraunir Donald Trump til að grafa undan NATO enda vilji þessir aðilar að Ísland sé varnarlaust og segi sig úr bandalaginu:

„Hér hafa því skapast skoðanasystkini úr óvæntri átt, Donald Trump og Katrín Jakobsdóttir. Forsætisráðherra Íslands hlýtur að kætast yfir þessari tilraun Trump til að grafa undan samstöðu innan NATO. Enda er opinbert markmið VG að á Íslandi séu engar raunverulegar varnir. Vinstri græn hljóta því að sjá mikil tækifæri í endurkjöri Trump.“

Gabríel segir að takist Trump að mylja NATO í sundur og að Rússland ráðist á Ísland sé eflaust hægt að stóla á flokk forsætisráðherra til að minna á að Ísland hafni hernaði og standi fyrir frið:

„Samtök hernaðarandstæðinga geta þá hrósað happi. Lifi friðurinn.“

Grein Gabríels í heild sinni er hægt að nálgast hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð