fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Eyjan

Þórdís vill selja afganginn af Íslandsbanka – Ríkið á enn þá 42,5 prósent

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 22. febrúar 2024 20:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, hefur birt frumvarp um ráðstöfun þess hluta Íslandsbanka sem ríkið á enn þá í Samráðsgátt. Vill hún setja bankann í markaðsútboð.

Ríkið á enn þá 42,5 prósent í Íslandsbanka. Farið hafa fram tvö útboð, hið fyrra í júní 2021 þegar 35 prósent voru seld og hið seinna í mars 2022 sem reyndist mjög umdeilt. En þá voru 22,5 prósent seld.

Bjarni og Birna viku

Eftir seinna útboðið sagði Bjarni Benediktsson af sér sem fjármálaráðherra eftir að Umboðsmaður Alþingis ályktaði hann ekki hæfan til að samþykkja tillögu Bankasýslunnar um hlutinn. Faðir hans, Benedikt Sveinsson, var einn af kaupendunum. Bankinn þurfti að greiða 1,2 milljarða í sekt og Birna Einarsdóttir bankastjóri þurfti að láta af störfum.

Þórdís horfir til fyrri sölunnar við söluna á afganginum, þar sem almenningi gafst kostur á að kaupa hlut í bankanum. Ekki kemur fram hversu mörg útboðin eigi að vera á hlut ríkisins. En selja á þegar skilyrði í samfélaginu eru hagfelld.

Bankasýslan hvergi nærri

Samkvæmt frumvarpinu mun Bankasýslan ekki koma að sölunni, en þáttur hennar í síðasta útboði hefur verið harðlega gagnrýndur. Það verði Alþingis að ákveða söluaðferðirnar og fjármála- og efnahagsráðuneytisins að framkvæma hana.

„Markaðssett útboð skal auglýst með tveggja daga fyrirvara hið minnsta með birtingu útboðslýsingar. Ráðherra skal semja við þar til bæran aðila, á grundvelli útboðsferlis, um gerð útboðslýsingar og utanumhald um tilboðsbækur,“ segir í fjórðu grein frumvarpsins.

Grynnka á skuldum

Kemur fram að heimilt verði að greiða fyrir hluti með skuldabréfum ÍL-sjóðs. Er það gert til þess að grynnka á vanda sjóðsins.

Ráðherra telur að með sölunni verði hægt að grynnka á skuldum ríkisins og vaxtabyrði. Einnig að draga úr áhættu í ljósi eignarhalds bæði á hlut í Íslandsbanka og Landsbanka. Telur hún að salan sé aðkallandi aðgerð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“