fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Coca-Cola á Íslandi gerist aðalstyrktaraðili Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA

Eyjan
Miðvikudaginn 21. febrúar 2024 11:07

Unnur Eva Arnardóttir, formaður FKA, og Anna Regína Björnsdóttir, forstjóri Coca-Cola á Íslandi, við undirritun samningsins. Mynd/Silla Páls

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Coca Cola á Íslandi og Félag kvenna í atvinnulífinu hafa gert með sér samning um að Coca Cola gerist aðalstyrktaraðili FKA á 25 ára afmælisári félagsins.

„Við hjá Coca-Cola erum afar ánægð að leggja okkar lóð á vogarskálarnar og styðja við FKA á 25 ára afmælisári félagsins,“ segir Anna Regína Björnsdóttir, forstjóri Coca-Cola á Íslandi þegar undirritaður var samstarfssamningur við Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA.

Í tilkynningu frá FKA segir að með samningnum gerist Coca-Cola á Íslandi aðalstyrktaraðili FKA, sem bakhjarl félagsins á afmælisári FKA sem gengið er í garð. Meginmarkmiðið sé að senda skýr skilaboð út um mikilvægi þess að jafna hlut kynjanna í atvinnulífinu, setja jafnrétti á dagskrá og hlúa að konum í atvinnulífinu til að ná jafnvægi í leik og starfi. Einnig fái FKA að kynnast því góða starfi sem Coca-Cola á Íslandi vinni á sínum vinnustað er kemur að því að brúa kynjabilið með markvissum aðferðum í starfsþróun. Um sé að ræða áhrifaríkar aðferðir sem mikilvægt sé að kynna betur fyrir atvinnulífinu og það verði gert með ýmsum leiðum ásamt því að fagna afmælisári Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA.

„Það er mikil eftirvænting og við hjá FKA erum virkilega ánægðar með samkomulagið, við komum til með að vinna að sameiginlegum markmiðum í þá átt að jafna tækifæri kynjanna í atvinnulífinu, að standa þétt saman til að stuðla að auknu jafnrétti því að samfélagið okkar skiptir okkur gríðarlegu miklu máli. Af því að fólk skiptir máli,“ segir Unnur Elva Arnardóttir formaður FKA. „Öll við borðið full tilhlökkunar enda tækifæri víða til að gera betur í málaflokknum.“

„FKA hefur gegnt afar mikilvægu hlutverki í sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi og er ómissandi hreyfiafl í baráttunni um að jafna stöðu kynjanna í atvinnulífinu. Áherslur FKA ríma einnig afar vel við markmið okkar hjá Coca-Cola á Íslandi sem er að vinna markvisst að því að jafna stöðu og tækifæri allra kynja.“ segir Anna Regína Björnsdóttir, forstjóri Coca-Cola á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK