fbpx
Laugardagur 28.desember 2024
Eyjan

Segir Kristrúnu taka forystuna í útlendingamálum – tilbúin að moka flórinn eftir vinstri stjórnina

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 19. febrúar 2024 13:03

Kristrún Frostadóttir er formaður Samfylkingarinnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með stefnumörkun sinni í málefnum innflytjenda hefur Kristrún Frostadóttir sýnt að hún er ábyrgur stjórnmálamaður sem hugar að því hvernig hún ætlar að reka ríkissjóð sem vinstri stjórn Katrínar Jakobsdóttur mun skilja eftir í sárum.

Í nýjum Dagfarapistli á Hringbraut fjallar Ólafur Arnarson um ummæli Kristrúnar um innflytjendamál í hlaðvarpinu Ein pæling og viðbrögð við þeim.

Ólafur segir málefni innflytjenda í algeru öngstræti í meðförum núverandi ríkisstjórnar og ljóst sé að nauðsynlegt sé að setja skýran ramma um innstreymi flóttamanna og erlendra borgara til Íslands – ekki til að koma illa fram við þetta fólk heldur til að Íslendingar getir ráðið við að taka vel á móti þessu fólki.

Ólafur segir innviði þjóðarinnar ekki lengur ráða við hömlulaust aðstreymi innflytjenda og nefnir sérstaklega heilbrigðis- og menntamál og löggæslu. Útgjöld séu komin úr böndunum.

Stjórnarflokkarnir eru ósammála um leiðir og lausnir. Hér er um að ræða enn einn málaflokkinn sem Vinstri grænir hafa komist upp með að taka í gíslingu. Þess vegna er vaxandi ólga innan ríkisstjórnarinnar út af þessu máli, eins og reyndar ýmsum fleiri málum. Útlendingamálin snúa einkum að ráðherrum dómsmála og fjármála sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft á sinni könnu nær alveg síðustu ellefu árin. Flokkurinn getur því varla kennt öðrum um hvernig komið er þar sem hann hefur haft forsvar fyrir málaflokknum allan þennan tíma. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er greinilega orðinn mjög uggandi vegna ástandsins og hefur talað skýrt um að koma verði skikk á útstreymi fjár úr ríkissjóði vegna þessa. Hann hefur verið nokkuð harðorður og hafa vinstri menn í Vinstri grænum og Sósíalistaflokknum sent honum kaldar kveðjur vegna þess.“

Ólafur bendir á að fylgi virðist streyma frá Sjálfstæðisflokknum til Miðflokksins og að Bjarni Benediktsson hafi hert nokkuð á málflutningi flokksins í þessum málaflokki til að reyna að sporna við því,

Það er við þessar aðstæður sem Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, stígur fram og tjáir sig skýrt og skorinort um innflytjendamálin og uppsker mikla athygli. Flokkur hennar hefur mælst með mjög mikla fylgisaukningu í öllum skoðanakönnunum síðustu 14 mánuðina, nú síðast með 30,6 prósent í nýrri Gallup könnun sem skilaði flokknum meira en tuttugu þingmönnum ef kosningar færu eins og könnunin. Allt bendir til þess að Kristrún muni mynda ríkisstjórn eftir næstu þingkosningar.“

Það sé við þessar aðstæður sem Kristrún stígi fram og bendi á hið augljósa; ríkissjóður geti ekki staðið undir ótakmörkuðum útgjöldum vegna þessara mála, koma verði á reglu og stöðugu fyrirkomulagi, nokkuð sem Sjálfstæðisflokknum hefur ekki takist á 11 árum með átta dómsmálaráðherra.

Ólafur segir Kristrúnu með þessari yfirlýsingu færa flokk sinn lengra inn á miðjuna og fjarlægjast Vinstri græna, Sósíalistaflokkinn og Flokk fólksins. Eftir kosningar muni hún því hafa möguleika á að mynda miðjustjórn eða jafnvel stjórn með aðild Sjálfstæðisflokksins verði framvindan áfram í samræmi við það sem skoðanakannanir sýna nú. Hann telur þó stjórnarsamstarf Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins fremur ólíklegt því Kristrún hljóti að skynja þann skýra vilja kjósenda um að nú sé vissulega kominn tími til að hvíla Sjálfstæðisflokkinn og Vinstri græn frá landsstjórninni, eða  öllu heldur veita kjósendum kærkomna hvíld frá þessum tveimur valdsæknu flokkum.

Dagfara í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarsáttmáli verður kynntur um helgina

Stjórnarsáttmáli verður kynntur um helgina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?