fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Ég er alltaf orku-Begga og núna líka líftækni-Begga, segir Berglind Rán Ólafsdóttir, forstýra Orf líftækni

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 19. febrúar 2024 14:30

Berglind Rán Ólafsdóttir, forstýra Orf líftækni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Berglind Rán Ólafsdóttir, forstýra Orf líftækni, fór í líffræði í Háskólanum og náði sér síðar í MBA gráðu frá Barcelona. Hún starfaði hjá Íslenskri erfðagreiningu í nokkur ár áður en hún fór til starfa í orkugeiranum, fyrst hjá Landsvirkjun og síðan hjá Orkuveitunni. Nú má segja að hún sé komin í hring því hún stýrir framsæknu fyrirtæki á sviði líftækni, fyrirtæki sem hyggur á vöxt og er í fjármögnunarferli. Berglind Rán er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Berglind Rán Ólafsdóttir - 5.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Berglind Rán Ólafsdóttir - 5.mp4

„Ég er ekkert með smásjána en mér finnst alveg rosalega gaman að vinna með færu vísindafólki og það er nóg af því hjá okkur,“ segir Berglind Rán.

„Það má segja að ég sé komin í nokkurs konar hring. Þegar ég skráði mig í líffræðina þá ætlaði ég að fara í vistfræði en svo bara í fyrsta erfðafræðitímanum hjá Guðmundi Eggertssyni þá alveg snarbreytti ég um og ákvað að fara í í erfðafræðina. Ég er nú ekki sú eina sem hefur þessa sögu að segja, Guðmundur hefur haft þessi áhrif á mjög marga af sínum nemendum.“

Já, og erfðafræðin er nú orðin fálítið fyrirferðarmikil hér á Íslandi.

„Já, algerlega, og DeCode, ‚Íslensk erfðagreining, hefur skilað ótrúlegu vísindastarfi. Íslendingar átta sig kannski ekki endilega á því hvað það er magnað starfið sem er búið að vera þar í gangi mjög lengi. Það sem við erum að gera hjá Orf byggir á erfðatækni líka. Orkugeirinn er sjúklega spennandi og ég er alltaf orku-Begga, en ég er líka líftækni-Begga – ég er komin aftur í það, komin í hring.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Þið eruð í fjármögnunarferli núna, þið ætlið að vaxa og þetta er fjárfrekt að vera í svona frumkvöðlastarfsemi. En Heimurinn hefur minnkað, er það ekki. Hér fyrir ekkert voðalega mörgum árum, ja kannski áratugum, þá var fyrirtæki sem starfaði á Íslandi voða mikið bara starfandi á Íslandi og ekkert mikið að gera fyrir utan Ísland. Þetta hefur allt gjörbreyst. Heimurinn er orðinn lítið þorp.

„Já, algerlega, við erum ekki með neina viðskiptavini á Íslandi og fjárfestar sem þekkja geirann eru allir erlendir. En svo eru líka margir fjárfestar hér sem hafa sýnt okkur mikinn áhuga. Þetta er bara mjög spennandi allt saman.

Berglind segir yfir 140 fjárfesta eiga í Orf, allt séu þetta einkafjárfestar og flestir íslenskir. Núverandi fjármögnunarferli sé beint að íslenskum og erlendum fjárfestum. „Við höfum verið að ræða við sérhæfða fjárfesta, fagfjárfesta í geiranum. Þeir eru allir erlendir. Á endanum snýst þetta alltaf um það hverjir vilja koma og „vera memm“, segir hún og skellir upp úr og bætir síðan við: „Mér fyndist mjög skemmtilegt að sjá blöndu af erlendum fagfjárfestum og íslenskum og ég held að það verði niðurstaðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum
Hide picture