fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Eyjan

Segir þingmenn Sjálfstæðisflokksins reyna að lauma inn hundruð milljóna ríkisstuðningi við Morgunblaðið, málgagn sægreifa

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 17. febrúar 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Náttfari á Hringbraut segir þingmenn Sjálfstæðisflokksins nú vera í óða önn að reyna að breyta lögum um Ríkisútvarpið og fjölmiðla og tryggja fjárhagslega stöðu Morgunblaðsins á kostnað skattgreiðenda áður en flokkurinn fyrirsjáanlega hverfi úr ríkisstjórn eftir næstu þingkosningar, sem verða í síðasta lagi í september á næsta ári.

Sem oftar er það Ólafur Arnarson sem skrifar Náttfara. Hann fagnar því að þingmenn Sjálfstæðisflokksins skuli leggja til talsverðar breytingar á ríkismiðlinum og að ekki verði lengur lagt á sérstakt útvarpsgjald heldur verði Ríkisútvarpinu gert að starfa sem venjuleg ríkisstofnun í stað þess að skáka í skjóli huliðshjúp ohf. rekstrarformsins. Þessu fylgir að ríkisútvarpið þyrfti að gera grein fyrir áformum sínum árlega og sækja tekjur sínar í fjárlög, líkt og aðrar ríkisstofnanir á borð við Þjóðleikhúsið, Samkeppniseftirlitið, Matvælastofnun og Hagstofuna. Þá verði umsvifum stofnunarinnar á auglýsingamarkaði settar skorður.

Óli Björn Kárason er fyrsti flutningsmaður frumvarps þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur komið fram í fjölmiðlum vegna þessa og haft uppi stór orð um það ranglæti sem viðgengist hefur um árabil og hvatt til dáða. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ályktað um málefni ríkisútvarpsins á nánast öllum landsfundum sínum síðustu fimmtíu árin. Flokkurinn hefur verið við völd á Íslandi í 35 af þessum 50 árum en ekkert aðhafst í málefnum RÚV annað en að leggja blessun sína yfir útþenslu báknsins og viðvarandi rammskakka samkeppnisstöðu á hérlendum fjölmiðlamarkaði, já, og búa til ohf-ið, en það var auðvitað þegar flokkurinn taldi það mikilvægasta á fjölmiðlamarkaði að beita Ríkisútvarpinu til að klekkja á fjölmiðlasamsteypu sem var í einkaeigu.“ Hér vísar Ólafur til þess er Sjálfstæðisflokkurinn beitti öllum sínum völdum í samfélaginu til að klekkja með öllum tiltækum ráðum á fyrirtækjum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sem var ekki þóknanlegur Davíð Oddssyni, þáverandi formanni flokksins og forsætisráðherra og núverandi ritstjóra Morgunblaðsins.

Ólafur veltir fyrir sér hvort þetta útspil sjálfstæðismanna nú, þegar hyllir undir lok setu þeirra á valdastóli, kunni að vera til að skjóta stoðum undir sérstakt málgagn sægreifa á Íslandi, Morgunblaðið. Þeirri tillögu sé lætt inn í framvarp þeirra að leggja eigi af virðisaukaskatt sem lagður er á áskriftir fjölmiðla. Þetta jafngildir hundruð milljóna ríkisstuðnings til Morgunblaðsins og skekkir samkeppnisstöðu á fjölmiðlamarkaði gagnvart öllum þeim miðlum sem ekki selja áskriftir. Segir hann sértækar ráðstafanir fyrir Morgunblaðið ekki verða liðnar.

Full ástæða er jafnan til að gruna Óla Björn Kárason um græsku þegar fjallað er um málefni vina hans, sægreifanna, á Morgunblaðinu,” skrifar Náttfari.

Náttfara í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt