fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Sökudólgaleit

Eyjan
Laugardaginn 17. febrúar 2024 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland er eitt frægasta eldfjallasvæði heims. Alls konar eldfjöll á víð og dreif um landið hafa gosið reglulega síðustu 1200 árin með tilheyrandi hraunrennsli og öskufalli. Bjarni Thorarensen gerir þetta að umtalsefni í frægu erfiljóði:

Ísalands óhamingju
verður allt að vopni
eldur úr iðrum þess
ár úr fjöllum
breiðum byggðum eyða.

Frægustu eldgos liðinna áratuga sem ógnuðu innviðum og eyddu byggðum voru í Vestmannaeyjum, Eyjafjallajökli og Kröflu.

Á síðustu tímum hefur Reykjanesskaginn vaknað til lífs með ógnvekjandi afleiðingum. Íbúar Grindavíkur eru á vergangi vegna jarðhræringa og hitaveitan fór af þéttbýlinu á Reykjanesi.

Íslendingar hafa á liðnum öldum litið á þessar náttúruhamfarir sem eðlileg fyrirbæri sem við gætum ekki stjórnað. Þessi heimspekilega afstaða hefur gjörbreyst.

Í yfirstandandi hörmungum á Reykjanesi er leitað að sökudólgum sem kenna megi um ástandið. Menn hefðu átt að sjá fyrir þennan gosóróa og undirbúa sig betur. Auðvitað hefði átt fyrir löngu að reisa varnargarða utan um Svartsengi, Keflavík og Grindavík. Kannski hefði aldrei átt að byggja á stöðum þar sem nú gýs. Gömul áhættumöt eru grafin fram og ráðamenn sakaðir um fyrirhyggjuleysi og vanrækslu.

Mér finnst þetta jákvæð þróun. Auðvitað á að finna þá sem bera ábyrgð á þéttbýlinu á Reykjanesi og draga þá til ábyrgðar. Aðalsökudólgurinn er auðvitað Ingólfur Arnarson sem hvatti grunlaust fólk til að flytja á þessa eldfjallaeyju frá Noregi þar sem aldrei gýs. Ég legg til að styttan af Ingólfi verði tekin niður og brotin mélinu smærra til að sýna að Ingólfur axli ábyrgð á þessum mistökum. Auðvitað átti Ingólfur að sjá fyrir eldfjallavirkni eyjunnar og vara aðra Norðmenn við að flytjast hingað. Það gerði hann ekki og því fór sem fór.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Verum viðbúin!

Thomas Möller skrifar: Verum viðbúin!
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Alþingi og óveðrið

Óttar Guðmundsson skrifar: Alþingi og óveðrið
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína: Hafrannsóknastofnun í núverandi mynd er ógn við náttúru og lífríki Íslands

Steinunn Ólína: Hafrannsóknastofnun í núverandi mynd er ógn við náttúru og lífríki Íslands
EyjanFastir pennar
21.01.2025

Svarthöfði skrifar: Leitið ekki langt yfir skammt, Moggamenn!

Svarthöfði skrifar: Leitið ekki langt yfir skammt, Moggamenn!
EyjanFastir pennar
18.01.2025

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?
EyjanFastir pennar
16.01.2025

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
EyjanFastir pennar
15.01.2025

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?