Anna Jóna Kjartansdóttir hefur verið ráðin gæða-, umhverfis- og öryggisstjóri hjá Terra. Hún hefur hafið störf í teymi menningar og sjálfbærni sem er stoðsvið Terra og dótturfélags þess. Anna mun leiða þróun í gæða-, umhverfis- og öryggismálum hjá samstæðunni.
Anna kemur til Terra frá Ístak þar sem hún hefur starfað sem gæða-, umhverfis- og öryggisstjóri síðastliðin 5 ár. Bar hún ábyrgð á stjórnunarkerfi Ístaks ásamt öðrum verkefnum fyrir framkvæmdastjórn þvert á félagið. Áður starfaði hún hjá Jarðborunum einnig sem gæða-, umhverfis- og öryggisstjóri og þar áður hjá Mannvit sem verkefnisstjóri og umsjónarmaður umhverfis- og öryggisstjórnunarkerfis. Anna er með B.Sc. í umhverfis- og byggingaverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. í Civil Engineering hjá DTU.
„Anna kemur inn með mjög mikla reynslu á sviði gæða-, umhverfis- og öryggismála. Það er margt fram undan hjá Terra og það er mikill fengur að fá Önnu inn til að leiða þessa mikilvægu málaflokka. Hún er lykilstarfsmaður í þróun gæða-, umhverfis- og öryggismenningar félagsins. Við bjóðum hana hjartanlega velkomna til starfa,“ segir Gróa Björg Baldvinsdóttir, framkvæmdastjóri menningar og sjálfbærni hjá Terra.