fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Vandlátir þingmenn

Eyjan
Laugardaginn 10. febrúar 2024 06:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmenn hafa um árabil kvartað hástöfum yfir lélegri vinnuaðstöðu, launum og virðingarleysi Alþingis. Stór stuðlabergshöll var í kjölfarið reist í Vonarstræti steinsnar frá Alþingishúsinu og fékk nafnið Smiðjan. Kostnaður hljóp á einhverjum milljörðum eins og jafnan þegar ríkissjóður borgar brúsann. Kotrosknir þingmenn fluttu inn í húsið og þjóðin hélt að allir væru nú loksins glaðir.

Svo reynist þó ekki vera. Nýlega birtust í fjölmiðlum viðtöl við nokkra þingmenn í fýlu. Þeir máttu hvorki hengja upp fjölskyldumyndir á veggina né hafa með sér eigin húsgögn. Húsið var hannað af fokdýrum innanhússarkitektum sem leyfðu ekki Ikea stóla eða landslagsmálverk þingmanna. Maður með reynslu kvartaði undan útsýninu sem var hvítmálaður veggur Oddfellow-hússins við hlið Smiðjunnar og líkti þessu við Litla Hraun. Annar talaði um lélega hljóðeinangrun þar sem vinstri grænir gætu heyrt það sem Píratar væru að plotta og öfugt. Hátískuhúsgögnin voru svo óþægileg að sumir fengu í bakið.

Þetta er mikil raunasaga og minnir á ævintýri HC Andersens um prinsessuna á bauninni. Hún var konungborin og fann því alltaf fyrir bauninni þótt hlaðið væri ofan á hana koddum og púðum. Íslenskir þingmenn eru enn með moldarkofa 19. aldar á sálinni og una sér engan veginn innan um marmara, leður og eðalvið á dauðhreinsuðum skrifstofum. Menn vilja hafa með sér gamlan ruggustól með gæruskinni og fallega mynd af Þingvöllum í morgunsól ásamt góðri svefnaðstöðu. Sennilega verður að breyta Smiðjunni í lúxushótel og byggja 63 smáhýsi sem hönnuð verði í kringum sérvisku sérhvers þingmanns. Slík kofaþyrping sem minnti á gömlu Reykjavík yrði byggð út í Tjörnina svo að hver og einn fengi rými og útsýni við sitt hæfi. Kostnaður skiptir ekki máli. Þegar ríkið borgar má nota sömu krónuna aftur og aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar og talar: Þetta er svo stórkostlega flott plan!

Steinunn Ólína skrifar og talar: Þetta er svo stórkostlega flott plan!
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Hvort gekk Sigríður Andersen í Miðflokkinn eða öfugt?

Svarthöfði skrifar: Hvort gekk Sigríður Andersen í Miðflokkinn eða öfugt?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Fimmtugastaogfyrsta ríkið

Óttar Guðmundsson skrifar: Fimmtugastaogfyrsta ríkið
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Steinunn Ólína skrifar og talar: Loftlausir hoppubelgir

Steinunn Ólína skrifar og talar: Loftlausir hoppubelgir
EyjanFastir pennar
10.10.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Fyrstu framvirku stjórnarslitin

Þorsteinn Pálsson skrifar: Fyrstu framvirku stjórnarslitin
EyjanFastir pennar
06.10.2024

Björn Jón skrifar – Fjölmiðlamálið og eyðilegging stjórnmálanna

Björn Jón skrifar – Fjölmiðlamálið og eyðilegging stjórnmálanna
EyjanFastir pennar
29.09.2024

Björn Jón skrifar: Að vera menningarríki

Björn Jón skrifar: Að vera menningarríki
EyjanFastir pennar
28.09.2024

Sigmundur Ernir skrifar: Klofningurinn á hægri væng íslenskra stjórnmála

Sigmundur Ernir skrifar: Klofningurinn á hægri væng íslenskra stjórnmála