fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Eyjan

Gunnar Þorgeirsson: Er ekki á leiðinni í ESB sama hvað þú spyrð mig oft – dáist samt að stuðningi ESB við sinn landbúnað

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 10. febrúar 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptar skoðanir eru meðal bænda um hvort Ísland eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu, rétt eins og meðal þjóðarinnar í heild. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands telur ESB standa þéttan vörð um landbúnað innan sambandsins og segir mestu samkeppni íslenskra bænda vera innflutning frá Evrópu. Hann segir að í Covid hafi samkeppnislögum í Evrópu verið vikið til hliðar hvað landbúnað varðar og heimildir verið gefnar til mikillar samþjöppunar og hagræðingar. Hann telur þörf á slíku hér en segist ekki vera á leið í ESB. Gunnar er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Gunnar Þorgeirsson - 3.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Gunnar Þorgeirsson - 3.mp4

En það er meiri munur á aðstöðu landbúnaðarins og frumframleiðenda hér á landi og innan Evrópusambandsins. Nú eru Svíar og Finnar í Evrópusambandinu og landbúnaðurinn hjá þeim nýtur sérkjara vegna þess að hann er skilgreindur sem norðurslóðalandbúnaður. Þeir njóta mjög ríkulegra greiðslna frá Evrópusambandinu og ríkisstjórnir þessara landa hafa svigrúm til að gera fyrir landbúnaðinn meira en má gera í öðrum atvinnugreinum út af þessari sérstöðu. Hvað segja bændur um Evrópusambandið? Er fullkomin andstaða við að skoða hvaða kostir gætu falist í því að fara í aðild, skoða aðild, fara í samningaviðræður?

„Ég held að það séu jafn skiptar skoðanir meðal bænda og meðal íslensku þjóðarinnar. Ég held að lausnin liggi ekkert endilega í Evrópusambandinu. Ég held að við getum gert ýmislegt innan regluverks EES sem væri til bóta fyrir íslenska bændur,“ segir Gunnar.

Hann bendir á að á Covid tímanum tók ESB samkeppnisréttinn úr sambandi við landbúnaðarvörur og sett hann til hliðar. Menn hafi fengið heimildir til að hagræða eins og mögulegt var. Hér á landi þurfi menn að hafa alls kyns skoðanir á samruna og sameiningu fyrirtækja.

„Okkar langstærsti samkeppnisaðili á markaði í landbúnaðarafurðum er innflutningur og ef við eigum að vera með aðrar leikreglur hér heima en samkeppnisaðilinn okkar sem er að framleiða vörur í hinni stóru Evrópu þá er þetta bara ekki alveg sanngjarn leikur,“ segir Gunnar.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Hann telur að við gætum staðið okkur betur í að hagræða í afurðageiranum og telur ekki hættu á að slíkt leiði til einokunar hér á landi. Málið snúist alls ekki um það heldur hitt að verið sé að berjast við risafyrirtæki sem starfa í Evrópu.

„Ég hitti forstjóra Danish Crown um daginn og var að segja honum að við framleiddum svo og svo marga grísi og hann sagði: „Já, þetta er nú bara eins og við slátrum á fjórum dögum hérna hjá Danish Crown.“ Þetta er ársframleiðslan á Íslandi. Þá fer maður að velta þessu fyrir. Hvar liggur hagræðingin í þessu? Hún hlýtur að liggja í því að við þurfum að þjappa þessu meira saman til þess að ná árangri því að samkeppnin er þegar til staðar.“

En hún er takmörkuð. Það er ekki óheftur innflutningur á landbúnaðarafurðum.

„Nei, innflutningur er háður milliríkjasamningum sem við gerum og það eru innflutningskvótar á kjöti, osti, blómum og alls konar landbúnaðarafurðum. Í síðasta útboði fór nautakjötskvótinn á eina krónu. Það voru 360 tonn sem eru 1500 naut. Ég held að það yrði einhver bóndi glaður ef hann fengi að framleiða 1500 naut til viðbótar,“ segir Gunnar og hlær og bætir því við að öll vestræn ríki standi vörð um sína landbúnaðarframleiðslu.

Hann segir Evrópusambandið passa vel upp á sitt og tekur undir að innan sambandsins gangi hlutirnir út á að vernda landbúnað, ekki bara innan heildarsvæðisins heldur líka á hverju svæði fyrir sig.

Aðspurður um hvort þetta þýði ekki að einfaldlega sé best að vera í Evrópusambandinu grípur hann fram í fyrir spyrjanda og segir:

„Þú mátt bara alveg spyrja mig 20 sinnum meðan við erum að tala  saman um það hvort ég sé ekki sammála þér um að ganga í Evrópusambandið en ég er ekkert að fara þangað,“ segir hann hlæjandi og bætir við: „Svíar eru að framleiða 40 prósent af þeim landbúnaðarvörum sem þeir eru að neyta. Ætlum við að fara þangað? Ég er ekkert viss um að íslenska þjóðin vilji það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir nýja valdablokk í Sjálfstæðisflokknum vilja tafarlausar breytingar

Segir nýja valdablokk í Sjálfstæðisflokknum vilja tafarlausar breytingar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur fer mikinn í að greina átökin innan Sjálfstæðisflokksins – Segir að Þórdís Kolbrún hafi gert stór mistök sem muni reynast henni dýrkeypt

Össur fer mikinn í að greina átökin innan Sjálfstæðisflokksins – Segir að Þórdís Kolbrún hafi gert stór mistök sem muni reynast henni dýrkeypt
Hide picture