fbpx
Föstudagur 10.janúar 2025
EyjanFastir pennar

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði
Mánudaginn 9. desember 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jólin komu snemma hjá Svarthöfða í ár. Fátt veit hann skemmtilegra og meira spennandi en einmitt dauðateygjur vondra ríkisstjórna sem hrökklast frá í ósætti innbyrðis og með léttingsandvarpi heillar þjóðar sem sér fram á betri tíma, verri geta þeir alla vega ekki orðið. Ekki er verra þegar vondir ríkisstjórnarflokkar fá verðskuldaða ráðningu frá kjósendum. Já, jólin komu snemma í ár.

Eftir kosningar tekur svo við stjórnarmyndun og Svarthöfði man varla til þess í seinni tíð að niðurstöður kosninganna færi þjóðinni nánast fullskapaða ríkisstjórn. Oftar en ekki tekur við hið mesta basl þar sem stjórnarmyndunarumboðið færist milli flokksformanna eins og heit kartafla þar til loksins er mynduð stjórn sem enginn er ánægður með, raunar allir hundóánægðir með, nema kannski þeir sem fá ráðherrastól í viðkomandi stjórn, líkt og gerðist 2017.

Eftir kosningarnar á dögunum voru allir flokksformenn sammála um að Kristrún Frostadóttir skyldi fá stjórnarmyndunarumboðið til að mynda ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Nú hafa valkyrjurnar fundað í viku og ekkert bendir til annars en að stjórnarmyndunin gangi eins og í lipurlega skrifaðri sögu.

Einhverjir hafa kosið að sjá eintóm vandamál við stjórnarmyndunina og er þá helst tínt til að tveir stjórnarflokkarnir, Samfylking og Flokkur fólksins, hafi talað fyrir skattahækkunum í kosningabaráttunni en Viðreisn fyrir því að ekki verði ráðist í skattahækkanir, jafnvel að hugað verði að lækkun skatta. Einnig hefur verið nefnt sem mögulegt ágreiningsefni að á meðan Viðreisn og Samfylking eru yfirlýstir Evrópuflokkar hefur Flokkur fólksins ekki verið á Evrópulínunni.

Ekki er laust við að Svarthöfði fái á tilfinninguna að til séu þeir sem vilja ekki að valkyrjustjórnin verði að veruleika, séu jafnvel til í að sá fræjum óeiningar og vantrausts, þótt af veikum mætti sé,

Það yljaði Svarthöfða því óneitanlega um hjartarætur að sjá mynd sem Kristrún Frostadóttir birti á Facebook af sér, Þorgerði Katrínu og Ingu Sæland í eldhúsinu hjá Ingu. Þær Kristrún og Inga héldu á bollum með súkkulaði og rjóma en Þorgerður hélt á rjómaskál, ekki ólíkt því sem gjarnan sést á myndum úr Karphúsinu, þegar samningar hafa tekist. Þá er hlaðið í vöfflur með rjóma. Hér á landi eru vöfflurnar og rjóminn í Karphúsinu jafn táknrænar og hvíti reykurinn sem sendur er upp frá Sixtínsku kapellunni þegar nýr páfi hefur verið valinn.

Svarthöfði er ekki frá því að lesa megi það í rjómaskálina og súkkulaðið í eldhúsi Ingu Sæland um helgina að vösku konurnar þrjár sem eru að mynda næstu ríkisstjórn séu einfaldlega búnar að leysa úr þeim ágreiningsmálum sem einhverjir héldu (vonuðu?) að myndu tálma myndun ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Já, jólin komu snemma í ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Björn Jón skrifar: Tímabært að gera upp við landsdómsmálið

Björn Jón skrifar: Tímabært að gera upp við landsdómsmálið
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Happdrættisvinningur

Óttar Guðmundsson skrifar: Happdrættisvinningur
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot
EyjanFastir pennar
07.12.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Furðulegt kosningakerfi

Óttar Guðmundsson skrifar: Furðulegt kosningakerfi
EyjanFastir pennar
06.12.2024

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?
EyjanFastir pennar
27.11.2024

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum
EyjanFastir pennar
24.11.2024

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
EyjanFastir pennar
19.11.2024

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
EyjanFastir pennar
17.11.2024

Vandamál okkar eru léttvæg

Vandamál okkar eru léttvæg