Frosti Logason fer yfir formennsku Sjálfstæðisflokksins og fleira í nýjasta þætti Harmageddon. Segir hann að helsti kanditatinn til að fylla formennskuskó Bjarna Benediktssonar sé Stefán Einar Stefánsson þáttastjórnandi Spursmála á mbl.is.
„Það er ljóst að sjálfstæðismenn þurfa að leita út fyrir raðir þingflokks flokksins ef þeir ætla finna aðila sem fyllt getur í fótspor Bjarna Benediktssonar. Helsti kandídatinn er auðvitað Stefán Einar Stefánsson. Hann hefur fyrir löngu sannað sig sem verðugan leiðtoga sem hefur munninn fyrir neðan nefið og skilur kjarna sjálfstæðisstefnunnar betur en margir kjörnir fulltrúar flokksins.“
Segir hann uppgjörstíma framundan og krafa um að stokkað verði upp í forystu flokksins, rætt sé um landsfund flokksins sem sumir vilja fresta og aðrir kýla á. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Elliði Vignisson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðrún Hafsteinsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hafi öll verið orðuð við framboð formanns.
„Staðreyndin er sú að okkur er best borgið með Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn, það hefði verið langbest að Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur hefði getað myndað ríkisstjórn með helst Viðreisn, svo þetta yrði hrein hægri stjórn,“ segir Frosti. Segir hann allt tal um annað byggt á því sem fólk heldur að það eigi að segja þegar það fer í heita pottinn í laugunum.
„En það er samt bull skoðun.“
Frosti segist hafa ætlað að stinga upp á Halldóri Benjamín Þorbergssyni, forstjóra fasteignafélagsins Regins og fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Ingimar Elíasson, tæknimaður Harmageddon, stingur hins vegar upp á Stefáni Einari og segir hann tilnefndan sem mann ársins, muna ná unga liðinu með sér og geta „étið liðið ofan í sig ef hann vill það.“
Segir Frosti að Stefán Einar hafi ekki hvarflað að honum en um leið og hann heyri á hann minnst sé það „rock solid hugmynd.“ Stefán Einar sé þó umdeildur og telur Frosti það ekki slæmt, það sé alltaf einhver sem þoli ekki formann Sjálfstæðisflokksins.
„Það yrði til að troða enn frekari sokk oní Woke-liðið að Stefán Einar yrði formaður Sjálfstæðisflokksins, að Sjálfstæðisflokkurinn mundi vinna stórsigur í næstu kosningum og Sigmundur Davíð og Stefán Einar Stefánsson myndu taka völdin. Það væri svakalegt. Litla veislan, Woke-liðið myndi hárreyta sig, það myndi plokka af sér hvert einasta hár í bræði og það yrði farið niður á Arnarhól að öskra og púa á feðraveldið. Það yrði bara veisla, algjör veisla.“
Rætt um hvort einhver kona í viðskiptalífinu gæti tekið við sem formaður kemur nafn Ásdísar Kristjánsdóttur bæjarstjóra Kópavogs upp. Segir Frosti hana líkt og Þórdísi Kolbrúnu umræddar sem öflugar stjórnmálakonur.
„En þú verður að hafa einhvern húmor, þær eru nánast gerilsneyddar öllum húmor. Það er alveg ljóst að Stefán Einar Stefánsson uppfyllir allar þessar kriteríur og rúmlega það. Að fá Stefán Einar Stefánsson til þess að sigra kosningar og verða leiðtogi er svolítið eins og að fá Donald Trump.“
Segir hann tíma til kominn að setja upp veðmál um hver verði nýr formaður. „Við erum „making history“ hérna. Við erum að tala um þetta fyrst hérna í Harmageddon, svo skella Epic Bet menn þessu inn á vefsíðuna sína, það fer að kyndast undir, raddir fara að tala,Stefán Einar Stefánsson mætir svo á landsfund, býður sig fram og sigrar með yfirburðum. Við erum að skapa söguna hér, þessu stúdíó hérna í Ármúlanum, það er bara þannig. Ég myndi setja allan peninginn minn undir. Ef Stefán myndi bjóða sig fram þá yrði það svo sætt, það er ekki annað hægt en Sjálfstæðismenn myndu kjósa hann.“
Horfa má á þáttinn í heild sinni á brotkast.is.